Ólympíumeistari fær ekki einu sinni skóstyrk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2013 17:30 Greg Rutherford fagnar gulli sínu í London síðastliðið sumar. Nordicphotos/Getty Greg Rutherford, Ólympíumeistari karla í langstökki, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann landaði gullinu á heimavelli í London síðastliðið sumar. Á 46 mínútum upplifðu breskir íþróttaunnendur magnaða stund á Ólympíuleikvanginum í London síðastliðið sumar. Jessica Ennis stóðst pressuna í sjöþrautinni, Mo Farah kláraði 10 þúsund metra hlaupið og Rutherford vann nokkuð óvænt gull í langstökkinu. Á árinu sem nú er liðið frá kvöldinu ógleymanlega í augum Breta hafa Ennis og Farah verið stöðugt í kastljósi fjölmiðlana. Styrktaraðilar hafa barist um þau og er verðmæti styrktarsamninga þeirra talið nema 500-600 milljónum króna á mann.Verðlaunahafarnir þrír í langstökki á síðustu Ólympíuleikum.Nordicphotos/GettyLífið hefur verið öðruvísi hjá Rutherford. Englendingnum hefur ekkert gengið að afla sér styrkja á einu eða öðru formi. Raunar missti hann sinn aðalstyrktaraðila. Íþróttavöruframleiðandinn Nike, sem framleiðir skóna sem Rutherford keppir í, hefur slitið samningi sínum við íþróttakappinn. „Ég held að vandamálið sé að Bretar unnu til 29 gullverðlaunahafa í London að frátöldum verðlaunahöfunum á Ólympíumóti fatlaðra auk þess sem fjárhagskreppan stendur enn yfir," segir Rutherford í ítarlegu viðtali við Guardian. Langstökkskeppnin hefur löngum verið eitt helsta aðdráttaraflið á Ólympíuleikunum. Því virðist með ólíkindum að Nike vilji ekki einu sinni styrkja gullverðlaunahafann í greininni. Rutherford segist reyna að taka því ekki persónulega að hvorki Nike né nokkur annar vilji styðja sig. „Þetta eru viðskipti," segir Rutherford sem reynir að ná samkomulagi við Nike þessa dagana. „Ég stekk í skóm frá þeim og fætur mínir eru vanir þeim. Það voru vonbrigði en hefur einnig breytt viðhorfi mínu. Nú ætla ég að sjá um þetta sjálfur," segir Rutherford sem er að opna fatalínuna GRavity. Upphafsstafirnir eru stórir því þeir vísa í upphafsstafi stökkvarans sem reynir að hafa betur í baráttu við þyngdaraflið.Rutherford fagnar gulli sínu á götum Lundúna.Nordicphotos/Getty„Fyrirtækið er gríðarleg fjárfesting fyrir mig og ég er að taka mikla áhættu. En það er líka gott að geta einbeitt sér að einhverju utan frjálsíþróttavallarins." Rutherford hefur verið þjakaður af meiðslum stóran hluta síns ferils og hið sama er uppi á teningnum núna. Hann missir af frjálsíþróttamóti í London um helgina af þeim sökum en reynir hvað hann getur að verða klár fyrir heimsmeistaramótið í Moskvu í ágúst. Rutherford er lærður kaffiþjónn en vonast þó til þess að þurfa ekki að snúa sér að starfinu á næstunni. „Ég verð 29 ára árið 2016 (þegar Ólympíuleikarnir í Ríó fara fram). Margir frábærir stökkvarar hafa stokkið fram undir fertugt," segir Rutherford og nefnir Dwight Phillips sem dæmi. Hann hafi verið nærri 34 ára afmælisdegi sínum þegar hann kom, sá og sigraði á HM í Daegu árið 2011. Phillips hafi einnig misst styrktaraðila í kjölfar Ólympíugulls árið 2004 en snúið sterkari til leiks. „Ég vonast til þess að leika það eftir." Frjálsar íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Sjá meira
Greg Rutherford, Ólympíumeistari karla í langstökki, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann landaði gullinu á heimavelli í London síðastliðið sumar. Á 46 mínútum upplifðu breskir íþróttaunnendur magnaða stund á Ólympíuleikvanginum í London síðastliðið sumar. Jessica Ennis stóðst pressuna í sjöþrautinni, Mo Farah kláraði 10 þúsund metra hlaupið og Rutherford vann nokkuð óvænt gull í langstökkinu. Á árinu sem nú er liðið frá kvöldinu ógleymanlega í augum Breta hafa Ennis og Farah verið stöðugt í kastljósi fjölmiðlana. Styrktaraðilar hafa barist um þau og er verðmæti styrktarsamninga þeirra talið nema 500-600 milljónum króna á mann.Verðlaunahafarnir þrír í langstökki á síðustu Ólympíuleikum.Nordicphotos/GettyLífið hefur verið öðruvísi hjá Rutherford. Englendingnum hefur ekkert gengið að afla sér styrkja á einu eða öðru formi. Raunar missti hann sinn aðalstyrktaraðila. Íþróttavöruframleiðandinn Nike, sem framleiðir skóna sem Rutherford keppir í, hefur slitið samningi sínum við íþróttakappinn. „Ég held að vandamálið sé að Bretar unnu til 29 gullverðlaunahafa í London að frátöldum verðlaunahöfunum á Ólympíumóti fatlaðra auk þess sem fjárhagskreppan stendur enn yfir," segir Rutherford í ítarlegu viðtali við Guardian. Langstökkskeppnin hefur löngum verið eitt helsta aðdráttaraflið á Ólympíuleikunum. Því virðist með ólíkindum að Nike vilji ekki einu sinni styrkja gullverðlaunahafann í greininni. Rutherford segist reyna að taka því ekki persónulega að hvorki Nike né nokkur annar vilji styðja sig. „Þetta eru viðskipti," segir Rutherford sem reynir að ná samkomulagi við Nike þessa dagana. „Ég stekk í skóm frá þeim og fætur mínir eru vanir þeim. Það voru vonbrigði en hefur einnig breytt viðhorfi mínu. Nú ætla ég að sjá um þetta sjálfur," segir Rutherford sem er að opna fatalínuna GRavity. Upphafsstafirnir eru stórir því þeir vísa í upphafsstafi stökkvarans sem reynir að hafa betur í baráttu við þyngdaraflið.Rutherford fagnar gulli sínu á götum Lundúna.Nordicphotos/Getty„Fyrirtækið er gríðarleg fjárfesting fyrir mig og ég er að taka mikla áhættu. En það er líka gott að geta einbeitt sér að einhverju utan frjálsíþróttavallarins." Rutherford hefur verið þjakaður af meiðslum stóran hluta síns ferils og hið sama er uppi á teningnum núna. Hann missir af frjálsíþróttamóti í London um helgina af þeim sökum en reynir hvað hann getur að verða klár fyrir heimsmeistaramótið í Moskvu í ágúst. Rutherford er lærður kaffiþjónn en vonast þó til þess að þurfa ekki að snúa sér að starfinu á næstunni. „Ég verð 29 ára árið 2016 (þegar Ólympíuleikarnir í Ríó fara fram). Margir frábærir stökkvarar hafa stokkið fram undir fertugt," segir Rutherford og nefnir Dwight Phillips sem dæmi. Hann hafi verið nærri 34 ára afmælisdegi sínum þegar hann kom, sá og sigraði á HM í Daegu árið 2011. Phillips hafi einnig misst styrktaraðila í kjölfar Ólympíugulls árið 2004 en snúið sterkari til leiks. „Ég vonast til þess að leika það eftir."
Frjálsar íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Sjá meira