Umfjöllun og viðtöl: FH - Ekranas 2-1 Kristinn Páll Teitsson í Kaplakrika skrifar 23. júlí 2013 17:18 FH-ingar tryggðu sig áfram í undankeppnini í Meistaradeildinni með 2-1 sigri á FK Ekranas í kvöld og mæta Austria frá Vín í næstu umferð. Sigurinn í kvöld var verðskuldaður og gáfu FH-ingar fá færi á sér í leiknum. Fyrri leikur liðanna sem fór fram í Litháen í síðustu viku lauk með 1-0 sigri FH-inga og tóku þeir því vænlega stöðu inn í leikinn í kvöld. Bæði lið fóru varfærnislega inn í leikinn og gáfu fá færi á sér. Fyrsta mark leiksins kom eftir að liðin færðu sig aðeins framar á völlinn, fyrirgjöf kom inn af hægri kanti og Pétur Viðarsson braut á Egidijus Varnas. Arsenij Buinickij steig á vítapunktinn og skoraði örugglega framhjá Róberti og jafnaði einvígið. Heimamenn fóru beint í sókn og fengu nokkur ákjósanleg færi en Tadas Kauneckas í marki Ekranas var í miklu stuði. Jöfnunarmark FH-inga kom loks rúmlega tíu mínútum eftir marki gestanna. Eftir hornspyrnu sendi Sam Tillen fyrirgjöf sem Guðmann Þórisson fleytti á Björn Daníel og náði hann að pota boltanum í netið framhjá markmanni Ekranas. Þetta var það síðasta markverða sem gerðist í fyrri hálfleik og gengu liðin jöfn inn í búningsklefanna. Möguleikar Ekranas minnkuðu verulega þegar Oscar Reyes, miðvörður þeirra reif niður Atla Viðar sem var sloppinn einn í gegn. Ivan Kruzliak, dómari leiksins hafði úr engu öðru að velja en að vísa Reyes af velli og voru FH-ingar því manni fleiri í rúmlega hálftíma. Heimamönnum gekk þó illa að skapa færi og var það ekki fyrr en á lokamínútunum sem vörn Ekranas fór að opnast. Fyrst fékk Kristján Gauti sannkallað dauðafæri til að klára einvígið en skot hans fór framhjá fyrir tómu marki. Á lokamínútu leiksins lögðu gestirnir allt í sölurnar og fór Tadas í sóknina í aukaspyrnu sem Ekranas fékk. Úr aukaspyrnunni varði Róbert skot frá Vitalijus Kavaliauskas og var fljótur að finna Atla Viðar aleinan á vallarhelmingi Ekranas og rak hann boltann í netið. Markið gerði út um leikinn og flautaði góður dómari leiksins leikinn af stuttu síðar. Gríðarlega sterkur sigur hjá heimamönnum sem eru komnir í þriðju umferð undankeppninnar. Þar mæta þeir Austria frá Vín og verður það verkefni erfitt en jafnframt spennandi. Sigurinn tryggir þeim 22 milljónir fyrir áframhaldandi þátttöku ásamt því að gefa þeim fjóra auka leiki. Tapi þeir gegn Austria fara þeir í Evrópudeildar undankeppnina en með sigri fara þeir í umspil um sæti í Meistaradeildinni. Heimir: Skipti mér ekkert af fjármálunum„Ég er gríðarlega ánægður, mér fannst við spila vel nánast allan leikinn. Það kom stuttur kafli í fyrri hálfleik þar sem við dettum aðeins niður en við löguðum það í seinni hálfleik,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir leikinn. „Mér fannst þetta sanngjarn sigur og flottur leikur af hálfu FH. Mér fannst við fá góð færi í leiknum og klaufar að nýta ekki færin þegar leið á leikinn. Í stöðunni 2-1 þurfa þeir tvö mörk og það hefði farið betur um mann, það þarf ekki mikið að gerast í stöðunni 1-1,“ Gestirnir misstu mann af velli í upphafi seinni hálfleiks og gerði það FH-ingum auðveldara fyrir. „Það er auðvitað betra að vera einum fleiri en mér fannst við ráða betur við þá strax í upphafi seinni hálfleiks. Við fórum að halda bolta betur innan liðsins og þegar við komumst framhjá fyrstu pressunni þeirra fengum við oft fína möguleika sem við náðum ekki að nýta okkur nógu vel,“ Eftir að hafa lent undir voru FH-ingar fljótir að svara. „Við höfum sýnt karakter í þessum leikjum, við sýndum frábæran karakter úti að vinna 1-0 þótt þeir hafi átt nokkur góð færi. Við töluðum um það fyrir leikinn að halda leikskipulagi og það gekk upp í kvöld,“ Í stöðunni 1-1 setti Heimir Atla Viðar inná fyrir Pétur Viðars, sóknarsinnuð skipting þrátt fyrir að leiða í einvíginu. Það átti aldeilis eftir að borga sig, Atli veiddi Oscar Reyes útaf og skoraði svo að lokum sigurmarkið. „Pétur meiddist og við þurftum að bregðast við því. Mér fannst ekki rétt að setja inn fleiri varnarsinnaða menn og Atli kom flottur inn. Hann setti tvö á móti Keflavík og er oft heitur hérna í krikanum. Hann stóð sig mjög vel í kvöld,“ Með sigrinum fer FH áfram í þriðju umferð undankeppninnar sem þýðir að það eru allaveganna fjórir leikir í viðbót og meiri tekjur í kassann. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fótboltalega séð, ég veit ekkert um fjármálin og skipti mér ekkert af þeim. Við fáum fjóra leiki í viðbót og við erum með góða blöndu leikmanna sem fær dýrmæta reynslu að fá allavegana sex leiki í Evrópukeppni,“ sagði Heimir. Arvydas: Svekkjandi að detta út á þessu stigi„Ég er auðvitað vonsvikinn, þegar þú dettur út á þessu stigi í þessari keppni er það alltaf svekkjandi. Ef horft er á báða leikina fannst mér við eiga meira skilið,“ sagði Arvydas Skrupskis, þjálfari Ekranas eftir leikinn. „Svona er fótbolti og íþróttir. Stundum komast liðin sem eiga það skilið ekki áfram. Ef við hefðum náð öðrum úrslitum í fyrri leiknum hefðum við komið allt öðruvísi inn í þennan leik og hann hefði spilast öðruvísi. Við klúðruðum færum úti og við þurftum að sækja í kvöld,“ Þrátt fyrir að hafa klúðrað fjölda færa í fyrri leiknum fannst Arvydas einvígið tapast í kvöld. „Við töpuðum einvíginu hérna í kvöld, við byrjuðum leikinn mjög vel og spiluðum hann eins og við vildum. Í seinni hálfleik þegar staðan er 1-1 missum við mann af velli og það skipti sköpum. FH-ingar hefðu farið að detta aftar á völlin á lokamínutum leiksins og við hefðum skapað okkur færi með ellefu leikmenn inná.“ „Við vissum að FH væri gott lið og að gæðin í íslensku deildin eru svipuð og í deildinni hjá okkur. Þeir eru með mjög góða sóknarleikmenn, Atli var mjög góður í leiknum í dag og Kristján virðist vera ungur og efnilegur leikmaður miðað við það sem ég hef séð.“ „Allir í Litháen og við sjálfir bjuggumst við að komast áfram en þetta verður ekki lengra í ár. Ég vill bara óska FH til hamingju og gangi þeim vel í næstu umferð,“ sagði Arvydas. Ólafur: Alltaf stemming í Eyjum á Þjóðhátíð„Þetta spilaðist alveg eins og við vildum, við lágum í okkar skipulagi og gerðum það vel. Númer 1,2 og 3 var að halda markinu hreinu en við fengum á okkur mark í fyrri hálfleik,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, fyrirliði FH eftir leikinn. „Við sýndum það að það býr karakter í liðinu. Við stígum allir upp og vinnum saman í mótlætinu og það gekk upp. Á endanum er ég mjög ánægður með leik okkar í kvöld.“ „Heilt yfir finnst mér við vera með sterkara lið en þeir, ég er mjög ánægður að við höfum komist áfram í gegnum þessa tvo leiki. Maður er í þessu til að fá reynslu í svona leikjum og safna í reynslubankann leikjum í Evrópu. Núna bætast við fjórir leikir í það, ég geri ráð fyrir að þetta verði erfiðara með hverjum leik en Heimir verður búinn að undirbúa okkur vel,“ Eftir sigur kvöldsins er líklegt að FH mæti ÍBV um verslunarmannahelgina. „Það verður bara gaman, maður hefur farið nokkrum sinnum á Þjóðhátíð og það er alltaf stemming í Eyjum á þessum tíma. Þetta verður bara gaman, það er ekki spurning,“ Í lokin fleygðu Ekranas öllu fram í von um sigurmark og upp úr því kom annað mark FH-inga. „Maður gerði sér grein fyrir því að það væri lítið eftir og þeir myndu leggja allt í sölurnar. Frábærlega gert hjá Robba að sjá Atla, ég ætlaði að segja honum að róa sig niður og sparka ekki strax en hann sér þetta. Upp úr því kemur seinna markið sem var alveg frábært, við hefðum viljað fá seinna markið fyrr en upp úr því sem komið var var þetta frábært,“ sagði Ólafur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
FH-ingar tryggðu sig áfram í undankeppnini í Meistaradeildinni með 2-1 sigri á FK Ekranas í kvöld og mæta Austria frá Vín í næstu umferð. Sigurinn í kvöld var verðskuldaður og gáfu FH-ingar fá færi á sér í leiknum. Fyrri leikur liðanna sem fór fram í Litháen í síðustu viku lauk með 1-0 sigri FH-inga og tóku þeir því vænlega stöðu inn í leikinn í kvöld. Bæði lið fóru varfærnislega inn í leikinn og gáfu fá færi á sér. Fyrsta mark leiksins kom eftir að liðin færðu sig aðeins framar á völlinn, fyrirgjöf kom inn af hægri kanti og Pétur Viðarsson braut á Egidijus Varnas. Arsenij Buinickij steig á vítapunktinn og skoraði örugglega framhjá Róberti og jafnaði einvígið. Heimamenn fóru beint í sókn og fengu nokkur ákjósanleg færi en Tadas Kauneckas í marki Ekranas var í miklu stuði. Jöfnunarmark FH-inga kom loks rúmlega tíu mínútum eftir marki gestanna. Eftir hornspyrnu sendi Sam Tillen fyrirgjöf sem Guðmann Þórisson fleytti á Björn Daníel og náði hann að pota boltanum í netið framhjá markmanni Ekranas. Þetta var það síðasta markverða sem gerðist í fyrri hálfleik og gengu liðin jöfn inn í búningsklefanna. Möguleikar Ekranas minnkuðu verulega þegar Oscar Reyes, miðvörður þeirra reif niður Atla Viðar sem var sloppinn einn í gegn. Ivan Kruzliak, dómari leiksins hafði úr engu öðru að velja en að vísa Reyes af velli og voru FH-ingar því manni fleiri í rúmlega hálftíma. Heimamönnum gekk þó illa að skapa færi og var það ekki fyrr en á lokamínútunum sem vörn Ekranas fór að opnast. Fyrst fékk Kristján Gauti sannkallað dauðafæri til að klára einvígið en skot hans fór framhjá fyrir tómu marki. Á lokamínútu leiksins lögðu gestirnir allt í sölurnar og fór Tadas í sóknina í aukaspyrnu sem Ekranas fékk. Úr aukaspyrnunni varði Róbert skot frá Vitalijus Kavaliauskas og var fljótur að finna Atla Viðar aleinan á vallarhelmingi Ekranas og rak hann boltann í netið. Markið gerði út um leikinn og flautaði góður dómari leiksins leikinn af stuttu síðar. Gríðarlega sterkur sigur hjá heimamönnum sem eru komnir í þriðju umferð undankeppninnar. Þar mæta þeir Austria frá Vín og verður það verkefni erfitt en jafnframt spennandi. Sigurinn tryggir þeim 22 milljónir fyrir áframhaldandi þátttöku ásamt því að gefa þeim fjóra auka leiki. Tapi þeir gegn Austria fara þeir í Evrópudeildar undankeppnina en með sigri fara þeir í umspil um sæti í Meistaradeildinni. Heimir: Skipti mér ekkert af fjármálunum„Ég er gríðarlega ánægður, mér fannst við spila vel nánast allan leikinn. Það kom stuttur kafli í fyrri hálfleik þar sem við dettum aðeins niður en við löguðum það í seinni hálfleik,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir leikinn. „Mér fannst þetta sanngjarn sigur og flottur leikur af hálfu FH. Mér fannst við fá góð færi í leiknum og klaufar að nýta ekki færin þegar leið á leikinn. Í stöðunni 2-1 þurfa þeir tvö mörk og það hefði farið betur um mann, það þarf ekki mikið að gerast í stöðunni 1-1,“ Gestirnir misstu mann af velli í upphafi seinni hálfleiks og gerði það FH-ingum auðveldara fyrir. „Það er auðvitað betra að vera einum fleiri en mér fannst við ráða betur við þá strax í upphafi seinni hálfleiks. Við fórum að halda bolta betur innan liðsins og þegar við komumst framhjá fyrstu pressunni þeirra fengum við oft fína möguleika sem við náðum ekki að nýta okkur nógu vel,“ Eftir að hafa lent undir voru FH-ingar fljótir að svara. „Við höfum sýnt karakter í þessum leikjum, við sýndum frábæran karakter úti að vinna 1-0 þótt þeir hafi átt nokkur góð færi. Við töluðum um það fyrir leikinn að halda leikskipulagi og það gekk upp í kvöld,“ Í stöðunni 1-1 setti Heimir Atla Viðar inná fyrir Pétur Viðars, sóknarsinnuð skipting þrátt fyrir að leiða í einvíginu. Það átti aldeilis eftir að borga sig, Atli veiddi Oscar Reyes útaf og skoraði svo að lokum sigurmarkið. „Pétur meiddist og við þurftum að bregðast við því. Mér fannst ekki rétt að setja inn fleiri varnarsinnaða menn og Atli kom flottur inn. Hann setti tvö á móti Keflavík og er oft heitur hérna í krikanum. Hann stóð sig mjög vel í kvöld,“ Með sigrinum fer FH áfram í þriðju umferð undankeppninnar sem þýðir að það eru allaveganna fjórir leikir í viðbót og meiri tekjur í kassann. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fótboltalega séð, ég veit ekkert um fjármálin og skipti mér ekkert af þeim. Við fáum fjóra leiki í viðbót og við erum með góða blöndu leikmanna sem fær dýrmæta reynslu að fá allavegana sex leiki í Evrópukeppni,“ sagði Heimir. Arvydas: Svekkjandi að detta út á þessu stigi„Ég er auðvitað vonsvikinn, þegar þú dettur út á þessu stigi í þessari keppni er það alltaf svekkjandi. Ef horft er á báða leikina fannst mér við eiga meira skilið,“ sagði Arvydas Skrupskis, þjálfari Ekranas eftir leikinn. „Svona er fótbolti og íþróttir. Stundum komast liðin sem eiga það skilið ekki áfram. Ef við hefðum náð öðrum úrslitum í fyrri leiknum hefðum við komið allt öðruvísi inn í þennan leik og hann hefði spilast öðruvísi. Við klúðruðum færum úti og við þurftum að sækja í kvöld,“ Þrátt fyrir að hafa klúðrað fjölda færa í fyrri leiknum fannst Arvydas einvígið tapast í kvöld. „Við töpuðum einvíginu hérna í kvöld, við byrjuðum leikinn mjög vel og spiluðum hann eins og við vildum. Í seinni hálfleik þegar staðan er 1-1 missum við mann af velli og það skipti sköpum. FH-ingar hefðu farið að detta aftar á völlin á lokamínutum leiksins og við hefðum skapað okkur færi með ellefu leikmenn inná.“ „Við vissum að FH væri gott lið og að gæðin í íslensku deildin eru svipuð og í deildinni hjá okkur. Þeir eru með mjög góða sóknarleikmenn, Atli var mjög góður í leiknum í dag og Kristján virðist vera ungur og efnilegur leikmaður miðað við það sem ég hef séð.“ „Allir í Litháen og við sjálfir bjuggumst við að komast áfram en þetta verður ekki lengra í ár. Ég vill bara óska FH til hamingju og gangi þeim vel í næstu umferð,“ sagði Arvydas. Ólafur: Alltaf stemming í Eyjum á Þjóðhátíð„Þetta spilaðist alveg eins og við vildum, við lágum í okkar skipulagi og gerðum það vel. Númer 1,2 og 3 var að halda markinu hreinu en við fengum á okkur mark í fyrri hálfleik,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, fyrirliði FH eftir leikinn. „Við sýndum það að það býr karakter í liðinu. Við stígum allir upp og vinnum saman í mótlætinu og það gekk upp. Á endanum er ég mjög ánægður með leik okkar í kvöld.“ „Heilt yfir finnst mér við vera með sterkara lið en þeir, ég er mjög ánægður að við höfum komist áfram í gegnum þessa tvo leiki. Maður er í þessu til að fá reynslu í svona leikjum og safna í reynslubankann leikjum í Evrópu. Núna bætast við fjórir leikir í það, ég geri ráð fyrir að þetta verði erfiðara með hverjum leik en Heimir verður búinn að undirbúa okkur vel,“ Eftir sigur kvöldsins er líklegt að FH mæti ÍBV um verslunarmannahelgina. „Það verður bara gaman, maður hefur farið nokkrum sinnum á Þjóðhátíð og það er alltaf stemming í Eyjum á þessum tíma. Þetta verður bara gaman, það er ekki spurning,“ Í lokin fleygðu Ekranas öllu fram í von um sigurmark og upp úr því kom annað mark FH-inga. „Maður gerði sér grein fyrir því að það væri lítið eftir og þeir myndu leggja allt í sölurnar. Frábærlega gert hjá Robba að sjá Atla, ég ætlaði að segja honum að róa sig niður og sparka ekki strax en hann sér þetta. Upp úr því kemur seinna markið sem var alveg frábært, við hefðum viljað fá seinna markið fyrr en upp úr því sem komið var var þetta frábært,“ sagði Ólafur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira