Pavel: Það hefur ekkert spennandi tilboð komið Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júlí 2013 16:45 „Þessir leikir leggjast bara vel í hópinn,“ sagði Pavel Ermolinskij, landsliðsmaður í körfubolta, en Ísland mætir Dönum í tveimur æfingaleikjum annað kvöld í Ásgarði og á fimmtudagskvöld í Keflavík. Leikmenn íslenska landsliðsins eru nýkomnir frá Kína þar sem liðið tók þátt á sterku æfingamóti. Ísland hafnaði í öðru sæti mótsins eftir að hafa unnið Svartfjallaland og Makedóníu en tapað fyrir Kína. „Við vorum að koma úr frábærri ferð þar sem gekk vel og því getum við mætt nokkuð brattir inn í þessa tvö leiki.“ „Danir verða teljast töluvert lakari andstæðingur en þau lið sem við vorum að etja kappi við út í Kína og þetta verð bara flottir leikir.“ „Ég veit ekkert um þetta danska lið, bara ekki hugmynd en ég held að þeir séu neðar en við á alþjóða styrkleikalistanum.“ Eins og áður segir er íslenska landsliðið nýkomið úr góðri ferð frá Kína þar sem körfuboltinn er í hávegum hafður. „Það var magnað að vera þarna úti. Kínverska landsliðið er í raun eins og Bítlarnir þarna út og þvílíkar stjörnur. Við lékum virkilega vel á þessu móti og menn voru að finna sig vel saman. Burt sé frá þessum sigrum okkar, þá er mikill stígandi í liðinu. Manni finnst eins og það sé að koma ákveðin stöðuleiki á spilamennsku liðsins og það er það sem öll landslið vilja ná fram.“ Pavel var á mála hjá sænska liðinu Norrköping Dolphins á síðustu leiktíð en hann hefur nú þegar ákveðið að yfirgefa liðið. „Það eru engar formlegar viðræður í gangi milli míns og liða í Evrópu en auðvitað eru alltaf einhverjar viðræður. Ég er kannski ekki mikið sjálfur að spá í þessa hluti og læt það í hendurnar á umboðsmanni mínum. Það hefur í raun ekkert spennandi komið upp ennþá, ekkert sem ég hef haft áhuga á að stökkva á. Vonandi kemur ekki til þess að ég leiki á Íslandi á næsta tímabili, það er ekki á dagskránni hjá mér. Aftur á móti mun ég ekki fara út einungis til þess að fara út og því verð ég að fá spennandi kost.“ Hér að ofan má sjá myndband af viðtalinu í heild sinni. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
„Þessir leikir leggjast bara vel í hópinn,“ sagði Pavel Ermolinskij, landsliðsmaður í körfubolta, en Ísland mætir Dönum í tveimur æfingaleikjum annað kvöld í Ásgarði og á fimmtudagskvöld í Keflavík. Leikmenn íslenska landsliðsins eru nýkomnir frá Kína þar sem liðið tók þátt á sterku æfingamóti. Ísland hafnaði í öðru sæti mótsins eftir að hafa unnið Svartfjallaland og Makedóníu en tapað fyrir Kína. „Við vorum að koma úr frábærri ferð þar sem gekk vel og því getum við mætt nokkuð brattir inn í þessa tvö leiki.“ „Danir verða teljast töluvert lakari andstæðingur en þau lið sem við vorum að etja kappi við út í Kína og þetta verð bara flottir leikir.“ „Ég veit ekkert um þetta danska lið, bara ekki hugmynd en ég held að þeir séu neðar en við á alþjóða styrkleikalistanum.“ Eins og áður segir er íslenska landsliðið nýkomið úr góðri ferð frá Kína þar sem körfuboltinn er í hávegum hafður. „Það var magnað að vera þarna úti. Kínverska landsliðið er í raun eins og Bítlarnir þarna út og þvílíkar stjörnur. Við lékum virkilega vel á þessu móti og menn voru að finna sig vel saman. Burt sé frá þessum sigrum okkar, þá er mikill stígandi í liðinu. Manni finnst eins og það sé að koma ákveðin stöðuleiki á spilamennsku liðsins og það er það sem öll landslið vilja ná fram.“ Pavel var á mála hjá sænska liðinu Norrköping Dolphins á síðustu leiktíð en hann hefur nú þegar ákveðið að yfirgefa liðið. „Það eru engar formlegar viðræður í gangi milli míns og liða í Evrópu en auðvitað eru alltaf einhverjar viðræður. Ég er kannski ekki mikið sjálfur að spá í þessa hluti og læt það í hendurnar á umboðsmanni mínum. Það hefur í raun ekkert spennandi komið upp ennþá, ekkert sem ég hef haft áhuga á að stökkva á. Vonandi kemur ekki til þess að ég leiki á Íslandi á næsta tímabili, það er ekki á dagskránni hjá mér. Aftur á móti mun ég ekki fara út einungis til þess að fara út og því verð ég að fá spennandi kost.“ Hér að ofan má sjá myndband af viðtalinu í heild sinni.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira