Vigdís Hauks segir Standard & Poor's með inngrip í innanríkismál Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2013 16:36 Vigdís Hauksdóttir telur aðfinnslur Standard & Poors vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis segir breytingar Standard og Poor's á lánshæfishorfum ríkissjóðs vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Stjórnvöld muni ekki beygja sig fyrir slíkum afskiptum sem sett séu fram til að hafa áhrif á uppgjör gömlu bankanna við erlenda kröfuhafa í tengslum við aðgerðir vegna skulda heimilanna. En Standard & Poors breytti lánshæfishorfum ríkissjóðs í dag úr stöðugum í neikvæðar, þar sem fyrirtækið telur að lækkun verðtryggðra skulda heimilanna eins og ríkisstjórnin boði muni auka skuldir ríkissjóðs og tefja afnám gjaldeyrishafta. „Ég tel þetta vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Þetta er ákveðin hótun sem felst í þessu. En skuldaleiðréttingarleið Framsóknarflokksins er alveg skýr. Þetta á ekki að lenda á ríkissjóði heldur koma úr nauðasamningum við föllnu bankana,“ segir Vigdís. Vigdís segir Standard & Poor's augljóslega leggjast á sveif með erlendum kröfuhöfum í kröfum þeirra á þrotabú föllnu bankanna með þessari aðgerð sinni, sem óttist að fá kröfur sínar ekki greiddar að fullu. Hún óttist því ekki að þær forsendur sem Standard & Poors gefi sér um að ríkissjóður taki á sig stórar skuldir af einkaaðilum við þessar aðgerðir fyrir heimilin. „Nei, það virðast allar klær vera úti til að ná sem mestu út úr þessum þrotabúum og þetta er bara afleiðing af því, nú þegar þetta matsfyrirtæki leggst á sveif með erlendu kröfuhöfunum. Það er bara alveg klárt. Það er greinilega mikill ótti í gangi gagnvart þessari leið hjá kröfuhöfunum. Það er staðan en við látum ekki beygja okkur undir það,“ segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis segir breytingar Standard og Poor's á lánshæfishorfum ríkissjóðs vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Stjórnvöld muni ekki beygja sig fyrir slíkum afskiptum sem sett séu fram til að hafa áhrif á uppgjör gömlu bankanna við erlenda kröfuhafa í tengslum við aðgerðir vegna skulda heimilanna. En Standard & Poors breytti lánshæfishorfum ríkissjóðs í dag úr stöðugum í neikvæðar, þar sem fyrirtækið telur að lækkun verðtryggðra skulda heimilanna eins og ríkisstjórnin boði muni auka skuldir ríkissjóðs og tefja afnám gjaldeyrishafta. „Ég tel þetta vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Þetta er ákveðin hótun sem felst í þessu. En skuldaleiðréttingarleið Framsóknarflokksins er alveg skýr. Þetta á ekki að lenda á ríkissjóði heldur koma úr nauðasamningum við föllnu bankana,“ segir Vigdís. Vigdís segir Standard & Poor's augljóslega leggjast á sveif með erlendum kröfuhöfum í kröfum þeirra á þrotabú föllnu bankanna með þessari aðgerð sinni, sem óttist að fá kröfur sínar ekki greiddar að fullu. Hún óttist því ekki að þær forsendur sem Standard & Poors gefi sér um að ríkissjóður taki á sig stórar skuldir af einkaaðilum við þessar aðgerðir fyrir heimilin. „Nei, það virðast allar klær vera úti til að ná sem mestu út úr þessum þrotabúum og þetta er bara afleiðing af því, nú þegar þetta matsfyrirtæki leggst á sveif með erlendu kröfuhöfunum. Það er bara alveg klárt. Það er greinilega mikill ótti í gangi gagnvart þessari leið hjá kröfuhöfunum. Það er staðan en við látum ekki beygja okkur undir það,“ segir formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira