Sóðakarl/kvendi Þórður Snær Júlíusson skrifar 26. júlí 2013 22:00 Þegar orðinu drusla er flett upp í orðabók er það sagt þýða: tuska, léleg flík, bíldrusla eða sóðakvendi. Tvær síðastnefndu merkingarnar eru þær sem ég ólst upp við. Að drusla væri annaðhvort lélegur bíll eða lausgirt kona. Ég heyrði orðið sjaldan en nógu oft til að tengja það mjög sterkt við þessar óliku merkingar. Eftir að ég varð unglingur, og kynhvötin helltist óbeiðsluð yfir mig og jafnaldra mína, fór að bera meira á miskunnarlausri notkun þessa orðs. Þá virtust viðkvæmir drengir bregðast við höfnun frambærilegra stúlkna sem litu ekki við þeim með því að kalla atlot þeirra við aðra drusluskap. Þær voru að svala sömu forvitni og allir aðrir voru uppfullir af á þessu aldurskeiði, en ekki á þann hátt sem þeim höfnuðu vildu að henni yrði svalað. Því var eðlilegt athæfi gert skítugt. Þegar ég óx og dafnaði tók ég betur og betur eftir því að druslustimpillinn er líka notaður sem niðrandi stjórnunartól í fullorðinsheimum. Ef kona nær árangri í námi, innan fyrirtækis, í stjórnmálum eða á hvaða vettvangi sem er þá kvissast oft út kjaftasögur um meintan drusluskap hennar. Sem fjölmiðlamaður fæ ég að heyra þær allar. Það virðist skapast karllægur hvati til að kippa þeim niður á jörðina. Að það hljóti að búa einhverskonar kynferðisleg ástæða undir ef kona kemst áfram. Framhjáhald, óvenjuleg vergirni, daður eða önnur örvandi hegðun. Þær hljóti að hafa riðið sig á toppinn. Vanvirðing sem þessi er klárt form af ofbeldi. Hún er sprottin af sama meiði og sú sem lætur menn halda að fatnaður, danstaktar, augntillit, lítið bros eða efnisrýr kjóll sé óafturkræft tilboð um kyníf. Hún er sprottin af minnimáttarkennd sem brýst út sem mikilmennskubrjálæði. Knýjandi þörf manna fyrir að fá staðfestingu á að allar konur girnist þá. Eða bara af því að þeir eru siðlausir fávitar. Miðað við þá merkingu sem mér var kennt að leggja í orðið drusla ætti það mun fremur að eiga við karla en konur. Í skýringu orðabókar á því ætti að standa sóðakarl, að minnsta kosti til hliðar. Ég þekki mun fleiri karla sem sækjast eftir kynlífi með mörgum konum og líta á hverja legu sem sigur. Konur virðast á hinn bóginn, almennt, hafa heilbrigðara viðhorf til samskipta kynjanna en karlar. Þær nálgast þau oftar með von um alvöru í stað þess að nálgast þau með von um að ekki komist upp um lygi. Samt er kvennsömum mönnum hampað sem hetjum en leitandi konur niðurlægðar sem druslur. Yfirlýst markmið Druslugöngunnar er að færa ábyrgðina á kynferðisglæpum frá fórnarlömbum yfir á gerendur. Góð byrjun væri að kenna orðið drusla við það kyn sem hefur unnið fyrir því.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk. Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga. Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Þegar orðinu drusla er flett upp í orðabók er það sagt þýða: tuska, léleg flík, bíldrusla eða sóðakvendi. Tvær síðastnefndu merkingarnar eru þær sem ég ólst upp við. Að drusla væri annaðhvort lélegur bíll eða lausgirt kona. Ég heyrði orðið sjaldan en nógu oft til að tengja það mjög sterkt við þessar óliku merkingar. Eftir að ég varð unglingur, og kynhvötin helltist óbeiðsluð yfir mig og jafnaldra mína, fór að bera meira á miskunnarlausri notkun þessa orðs. Þá virtust viðkvæmir drengir bregðast við höfnun frambærilegra stúlkna sem litu ekki við þeim með því að kalla atlot þeirra við aðra drusluskap. Þær voru að svala sömu forvitni og allir aðrir voru uppfullir af á þessu aldurskeiði, en ekki á þann hátt sem þeim höfnuðu vildu að henni yrði svalað. Því var eðlilegt athæfi gert skítugt. Þegar ég óx og dafnaði tók ég betur og betur eftir því að druslustimpillinn er líka notaður sem niðrandi stjórnunartól í fullorðinsheimum. Ef kona nær árangri í námi, innan fyrirtækis, í stjórnmálum eða á hvaða vettvangi sem er þá kvissast oft út kjaftasögur um meintan drusluskap hennar. Sem fjölmiðlamaður fæ ég að heyra þær allar. Það virðist skapast karllægur hvati til að kippa þeim niður á jörðina. Að það hljóti að búa einhverskonar kynferðisleg ástæða undir ef kona kemst áfram. Framhjáhald, óvenjuleg vergirni, daður eða önnur örvandi hegðun. Þær hljóti að hafa riðið sig á toppinn. Vanvirðing sem þessi er klárt form af ofbeldi. Hún er sprottin af sama meiði og sú sem lætur menn halda að fatnaður, danstaktar, augntillit, lítið bros eða efnisrýr kjóll sé óafturkræft tilboð um kyníf. Hún er sprottin af minnimáttarkennd sem brýst út sem mikilmennskubrjálæði. Knýjandi þörf manna fyrir að fá staðfestingu á að allar konur girnist þá. Eða bara af því að þeir eru siðlausir fávitar. Miðað við þá merkingu sem mér var kennt að leggja í orðið drusla ætti það mun fremur að eiga við karla en konur. Í skýringu orðabókar á því ætti að standa sóðakarl, að minnsta kosti til hliðar. Ég þekki mun fleiri karla sem sækjast eftir kynlífi með mörgum konum og líta á hverja legu sem sigur. Konur virðast á hinn bóginn, almennt, hafa heilbrigðara viðhorf til samskipta kynjanna en karlar. Þær nálgast þau oftar með von um alvöru í stað þess að nálgast þau með von um að ekki komist upp um lygi. Samt er kvennsömum mönnum hampað sem hetjum en leitandi konur niðurlægðar sem druslur. Yfirlýst markmið Druslugöngunnar er að færa ábyrgðina á kynferðisglæpum frá fórnarlömbum yfir á gerendur. Góð byrjun væri að kenna orðið drusla við það kyn sem hefur unnið fyrir því.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk. Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga. Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar