Sport

Kveðja frá íslensku þjóðinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sendir nýkrýndum heimsmeistara í 800 metra hlaupi ungmenna, Anítu Hinriksdóttir, kveðju í dag fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.

„Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar óska ég þér hjartanlega til hamingju með einstakan árangur. Heimsmeistaratitill þinn, vonandi sá fyrsti af mörgum, sýnir hversu miklum árangri er hægt að ná með einbeittum vilja og þrotlausri vinnu að settu marki. Njóttu stundarinnar sem best. Við erum ákaflega stolt af þér."

Undir ritar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.

Hér að neðan má sjá umfjöllun um hlaup Anítu, viðtal við hana sjálfa auk viðtals við þjálfara hennar, Gunnar Pál Jóakimsson.


Tengdar fréttir

Aníta heimsmeistari

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi í Donetsk í Úkraínu.

Vön stimpingum

"Þetta var bara mjög gaman," sagði Aníta Hinriksdóttir, hógværðin uppmáluð í samtali við Vísi, eftir að hafa verið krýnd heimsmeistari í 800 metra hlaupi ungmenna í Donetsk í Úkraínu.

"Aníta er í skýjunum"

"Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×