Sport

Ásdís hafnaði þátttöku á Demantamóti í París

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. Mynd/Valli
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir þátttöku á HM í frjálsum í Moskvu sem fram 10. til 18. ágúst næstkomandi.

Ásdís ákvað að taka ekki boði um að vera með á móti í París í Frakklandi á laugardaginn en mótið var hluti af Demantamótaröðinni.Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Ásdísar.

„Ég átti góða æfingaviku. Því miður varð ég að hafna óvæntu boði um að keppa á Demantamótaröðinni í París á laugardaginn. Moskva er í forgangi og við höldum okkur við okkar áætlun," skrifaði Ásdís inn á fésbókarsíðu sína.

Ásdís hefur tekið þátt í tveimur Demantamótum á þessu ári. Hún varð í 8. sæti í New York í maí (56.90 metrar) og í 9. sæti í Róm í júní (58.67 metrar).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×