Viðskipti erlent

Apple gefur forrit og leiki á fimm ára afmæli App Store

Jóhannes Stefánsson skrifar
Notendur geta sparað sér nokkrar fjárhæðir ef þeir nýta sér "afmælisgjöf" verslunarinnar.
Notendur geta sparað sér nokkrar fjárhæðir ef þeir nýta sér "afmælisgjöf" verslunarinnar. GETTY/úr einkasafni
App Store Apple er fimm ára í dag og Apple hefur því ákveðið að gefa tímabundið leiki og forrit sem jafnan þarf að greiða fyrir. Um er að ræða nokkur vinsæl smáforrit sem verða nú tímabundið gefins í tilefni afmælisins.

Um er að ræða Barefoot World Atlas, Day one, How to Cook Everything, Over og Traktor DJ. Þá eru gefins leikirnir, Badland, Infinity Blade II, Tiny Wings og Superbrothers: Sword and Sworcery EP.

Þá er hægt að sjá tímalínu í App Store  þar sem stærstu viðburðir hennar eru sýndir á tímalínu.

App store var komið á laggirnar árið 2008, ári eftir að fyrstu iPhone síminn kom út. Þá voru um 500 smáforrit í versluninni. Í dag hafa meira en 900.000 slík forrit litið dagsins ljós.

Þetta kemur fram á vef LA Times.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×