Hagnaður Iceland um 37 milljarðar á síðasta rekstrarári 10. júní 2013 06:57 Verslunarkeðjan Iceland skilaði góðu uppgjöri á síðasta rekstrarári sem lauk í lok mars s.l. Um 196 milljóna punda, eða 37 milljarða kr. hagnaður varð á rekstrinum fyrir skatta. Fjallað er um uppgjörið í Financial Times. Þar segir að sala keðjunnar hafi aukist um 1,1% milli ára og nam vel rúmlega 2,6 milljörðum punda eða um 490 milljörðum kr. Malcolm Walker forstjóri Iceland segir að keðjan hafi skilað betri útkomu en menn áttu von á. Þar á hann við að salan minnkaði á fyrri árshelmingi ársins en náði sér síðan á strik á þeim seinni. Hrossakjötshneykslið síðasta vetur kom ekki alveg eins illa við Iceland og margar aðrar verslunarkeðjur í Bretlandi sem selja matvæli. Fram kemur að Iceland opnaði tæplega 40 nýjar verslanir á árinu en áætlað var að opna 15. Walker segist stefna á að opna einnig 40 nýjar verslanir á yfirstandandi rekstrarári. Þá er Iceland komið á netið með 25 af verslunum sínum þar sem boðið er upp á heimsendingar. Slíkum verslunum á að fjölga. Þetta var fyrsta heila rekstrarárið frá því að Malcolm Walker og stjórnendateymi hans keyptu 77% hlut í Iceland af slitastjórnum Landsbankans og Glitnis fyrir 1,5 milljarða punda. Uppgjörið bendir til að þeir hafi gert mjög góð kaup. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Verslunarkeðjan Iceland skilaði góðu uppgjöri á síðasta rekstrarári sem lauk í lok mars s.l. Um 196 milljóna punda, eða 37 milljarða kr. hagnaður varð á rekstrinum fyrir skatta. Fjallað er um uppgjörið í Financial Times. Þar segir að sala keðjunnar hafi aukist um 1,1% milli ára og nam vel rúmlega 2,6 milljörðum punda eða um 490 milljörðum kr. Malcolm Walker forstjóri Iceland segir að keðjan hafi skilað betri útkomu en menn áttu von á. Þar á hann við að salan minnkaði á fyrri árshelmingi ársins en náði sér síðan á strik á þeim seinni. Hrossakjötshneykslið síðasta vetur kom ekki alveg eins illa við Iceland og margar aðrar verslunarkeðjur í Bretlandi sem selja matvæli. Fram kemur að Iceland opnaði tæplega 40 nýjar verslanir á árinu en áætlað var að opna 15. Walker segist stefna á að opna einnig 40 nýjar verslanir á yfirstandandi rekstrarári. Þá er Iceland komið á netið með 25 af verslunum sínum þar sem boðið er upp á heimsendingar. Slíkum verslunum á að fjölga. Þetta var fyrsta heila rekstrarárið frá því að Malcolm Walker og stjórnendateymi hans keyptu 77% hlut í Iceland af slitastjórnum Landsbankans og Glitnis fyrir 1,5 milljarða punda. Uppgjörið bendir til að þeir hafi gert mjög góð kaup.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira