Kauphallarvélmenni nýttu sér Reuters klúður 10. júní 2013 09:33 Reuters fréttaþjónustan hefur viðurkennt að hafa klúðrað útsendingu á tölum um iðnaðarframleiðsluna í Bandaríkjunum (ISM index) fyrir viku síðan. Tölurnar fóru aðeins 15 millisekúndum of fljótt í loftið en það gátu kauphallarvélmenni, það er hraðvirk tölvukerfi, nýtt sér. Kauphallarvélmennin sem hér um ræðir geta framkvæmt milljónir viðskipta á hverri mínútu. Þau voru forrituð til að nýta sér strax hinar nýju tölur og á þessum 15 millisekúndum sem liðu áður en ISM vísitalan fór opinberlega í loftið náðu þau að velta 28 milljónum dollara eða um 3,4 milljörðum kr. á þessum skamma tíma. Í frétt um málið hjá CNBC segir að hinar nýju tölur hafi sýnt neikvæða þróun og því samsvarandi áhrif á markaðinn sem sást nokkrum sekúndum eftir að þær urðu opinberar. Því höfðu eigendur viðkomandi kauphallarvélmenna ákveðið forskot á markaðinn á þessu sekúndubroti. Til að sýna hve 15 millisekúndur líða hratt má nefna til samanburðar að það tekur á bilinu 300 til 400 millisekúndur að blikka auga. Reuters er með samkomulag við útgefendur ISM vísitölunnar um birtingu hennar. Fram kemur í frétt CNBC að bæði fréttaþjónustan og útgefendurnar líti á þetta klúður sem minniháttar. Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Reuters fréttaþjónustan hefur viðurkennt að hafa klúðrað útsendingu á tölum um iðnaðarframleiðsluna í Bandaríkjunum (ISM index) fyrir viku síðan. Tölurnar fóru aðeins 15 millisekúndum of fljótt í loftið en það gátu kauphallarvélmenni, það er hraðvirk tölvukerfi, nýtt sér. Kauphallarvélmennin sem hér um ræðir geta framkvæmt milljónir viðskipta á hverri mínútu. Þau voru forrituð til að nýta sér strax hinar nýju tölur og á þessum 15 millisekúndum sem liðu áður en ISM vísitalan fór opinberlega í loftið náðu þau að velta 28 milljónum dollara eða um 3,4 milljörðum kr. á þessum skamma tíma. Í frétt um málið hjá CNBC segir að hinar nýju tölur hafi sýnt neikvæða þróun og því samsvarandi áhrif á markaðinn sem sást nokkrum sekúndum eftir að þær urðu opinberar. Því höfðu eigendur viðkomandi kauphallarvélmenna ákveðið forskot á markaðinn á þessu sekúndubroti. Til að sýna hve 15 millisekúndur líða hratt má nefna til samanburðar að það tekur á bilinu 300 til 400 millisekúndur að blikka auga. Reuters er með samkomulag við útgefendur ISM vísitölunnar um birtingu hennar. Fram kemur í frétt CNBC að bæði fréttaþjónustan og útgefendurnar líti á þetta klúður sem minniháttar.
Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira