Selfyssingar í samstarf við Rhein-Neckar Löwen Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júní 2013 11:14 Handknattleiksdeild Selfyssinga hefur gert samkomulag við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen um samstarf. Efnilegir leikmenn liðsins gætu átt kost á því að fara til æfinga til stórliðsins, en Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Einnig er möguleiki á því að leikmenn Selfoss fara til æfinga hjá B-liði Löwen sem leikur í þýsku 3. deildinni. Selfoss hefur í nokkur ár rekið einskonar handboltaakademíu í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem lagt er upp með faglega þjálfun í bland við nám. Leikmenn handboltaliðsins mega til að mynda ekki neita áfengis og menn þurfa leggja sig alla fram til að ná sem lengst í íþróttinni. Samstarf við klúbb eins og Rhein-Neckar Löwen getur reynst gríðarlega mikilvægt fyrir félag eins og Selfoss. Í samtali við sunnlenska.is sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari Selfoss:„Þetta er að sjálfsögðu gríðarlegur heiður og virðing sem Guðmundur Guðmundsson og Rhein-Neckar Löwen eru að sýna því uppbyggingarstarfi sem verið hefur í gangi á Selfossi undanfarin ár, bæði hjá félaginu og akademíunni í FSu. Hér er um að ræða eitt stærsta félag Evrópu og mér vitandi hefur ekkert íslenskt lið náð að komast í svo náin tengsl við annað eins stórlið.“„Rhein-Neckar Löwen rekur mjög öflugt starf fyrir leikmenn sextán ára og eldri og það er hefð fyrir þessu starfi hjá félaginu. Félagið lítur í kringum sig, bæði í Þýskalandi og annarsstaðar, að ungum of efnilegum leikmönnum og þetta er liður í því að gefa íslenskum afburðaleikmönnum tækifæri til að æfa með okkur. Ef þeir eru nógu góðir þá geta þeir mögulega æft með aðalliðinu í skamman tíma, eða þá með B-liðinu eða yngri liðum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, í samtali við sunnlenska.is. Íslenski handboltinn Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Handknattleiksdeild Selfyssinga hefur gert samkomulag við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen um samstarf. Efnilegir leikmenn liðsins gætu átt kost á því að fara til æfinga til stórliðsins, en Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Einnig er möguleiki á því að leikmenn Selfoss fara til æfinga hjá B-liði Löwen sem leikur í þýsku 3. deildinni. Selfoss hefur í nokkur ár rekið einskonar handboltaakademíu í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem lagt er upp með faglega þjálfun í bland við nám. Leikmenn handboltaliðsins mega til að mynda ekki neita áfengis og menn þurfa leggja sig alla fram til að ná sem lengst í íþróttinni. Samstarf við klúbb eins og Rhein-Neckar Löwen getur reynst gríðarlega mikilvægt fyrir félag eins og Selfoss. Í samtali við sunnlenska.is sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari Selfoss:„Þetta er að sjálfsögðu gríðarlegur heiður og virðing sem Guðmundur Guðmundsson og Rhein-Neckar Löwen eru að sýna því uppbyggingarstarfi sem verið hefur í gangi á Selfossi undanfarin ár, bæði hjá félaginu og akademíunni í FSu. Hér er um að ræða eitt stærsta félag Evrópu og mér vitandi hefur ekkert íslenskt lið náð að komast í svo náin tengsl við annað eins stórlið.“„Rhein-Neckar Löwen rekur mjög öflugt starf fyrir leikmenn sextán ára og eldri og það er hefð fyrir þessu starfi hjá félaginu. Félagið lítur í kringum sig, bæði í Þýskalandi og annarsstaðar, að ungum of efnilegum leikmönnum og þetta er liður í því að gefa íslenskum afburðaleikmönnum tækifæri til að æfa með okkur. Ef þeir eru nógu góðir þá geta þeir mögulega æft með aðalliðinu í skamman tíma, eða þá með B-liðinu eða yngri liðum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, í samtali við sunnlenska.is.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira