Miami þvingaði fram oddaleik með ótrúlegum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júní 2013 07:19 Miami náði að þvinga fram oddaleik í lokaúrslitum NBA-deildarinnar með hádramatískum sigri í framlengdum leik gegn San Antonio, 103-100. Myndband með samantekt úr leiknum er neðst í fréttinni. Meistararnir í Miami voru með heppnina með sér því Ray Allen (sjá myndband neðst í frétt) tryggði þeim framlengingu með ótrúlegu þriggja stiga skoti þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. Kawhi Leonard hafði farið á vítalínuna skömmu áður og klikkað á öðru skotinu. Það gerði Allen mögulegt að jafna leikinn með þessu ótrúlega skoti. Framlengingin var svo æsispennandi og skiptust liðin á að vera í forystu. Lokamínútan var mögnuð en gestirnir frá San Antonio voru afar ósáttir við að fá ekki villu dæmda þegar að Manu Ginobili keyrði inn að körfunni þegar lítið var eftir.En Miami fékk boltann og Allen skoraði tvö af vítalínunni þegar 1,9 sekúnda var eftir. San Antonio fékk stutta lokasókn en Danny Green náði ekki að koma skoti að körfunni, þökk sé Chris Bosh sem varði skotið. „Þetta er án nokkurs vafa besti leikur sem ég hef nokkru sinni tekið þátt í,“ sagði LeBron James hjá Miami. Hann tapaði boltanum tvívegis á lokamínútu fjórða leikhluta og var stálheppinn að það færði ekki San Antonio titilinn. James var þó með þrefalda tvennu í leiknum - 32 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar.San Antonio var hársbreidd frá því að tryggja sér titilinn í nótt og starfsmenn í húsinu voru byrjaðir að undirbúa gólfið fyrir bikarafhendinguna. Leikmenn Miami tóku eftir því. „Við sáum þá setja gula límbandið á gólfið. Þess vegna spiluðar maður fram að lokaflautinu og við gerðum það í kvöld. Við gáfum allt sem við áttum og meira til,“ sagði James. Tim Duncan skoraði 30 stig í leiknum en ekkert í fjórða leikhluta. San Antonio var komið með væna forystu í þeim þriðja en Miami spilaði frábæra vörn í lokaleikhlutanum og héldu sér þannig á floti.„Við vorum bara nokkrum sekúndum frá titlinum og við létum tækifærið úr greipum ganga,“ sagði Ginobili. „Við misstum af nokkrum fráköstum, klikkuðum á nokkrum vítaskotum og Ray setti þennan þrist niður. Þetta var mjög erfitt.“ Leonard var með 22 stig og ellefu fráköst fyrir San Antonio og Tony Parker nítján stig og átta stoðsendingar. Parker hitti illa í leiknum - nýtti aðeins sex af 23 skotum sínum. Ginobili tapaði boltanum alls átta sinnum í leiknum sem reyndist dýrkeypt. Hjá Miami var Chris Bosh með tíu stig og ellefu fráköst. Mario Chalmers var með 20 stig og Dwyane Wade fjórtán. Staðan í rimmunni er því 3-3 og fer oddaleikurinn fram í Miami aðfaranótt föstudags. NBA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Miami náði að þvinga fram oddaleik í lokaúrslitum NBA-deildarinnar með hádramatískum sigri í framlengdum leik gegn San Antonio, 103-100. Myndband með samantekt úr leiknum er neðst í fréttinni. Meistararnir í Miami voru með heppnina með sér því Ray Allen (sjá myndband neðst í frétt) tryggði þeim framlengingu með ótrúlegu þriggja stiga skoti þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. Kawhi Leonard hafði farið á vítalínuna skömmu áður og klikkað á öðru skotinu. Það gerði Allen mögulegt að jafna leikinn með þessu ótrúlega skoti. Framlengingin var svo æsispennandi og skiptust liðin á að vera í forystu. Lokamínútan var mögnuð en gestirnir frá San Antonio voru afar ósáttir við að fá ekki villu dæmda þegar að Manu Ginobili keyrði inn að körfunni þegar lítið var eftir.En Miami fékk boltann og Allen skoraði tvö af vítalínunni þegar 1,9 sekúnda var eftir. San Antonio fékk stutta lokasókn en Danny Green náði ekki að koma skoti að körfunni, þökk sé Chris Bosh sem varði skotið. „Þetta er án nokkurs vafa besti leikur sem ég hef nokkru sinni tekið þátt í,“ sagði LeBron James hjá Miami. Hann tapaði boltanum tvívegis á lokamínútu fjórða leikhluta og var stálheppinn að það færði ekki San Antonio titilinn. James var þó með þrefalda tvennu í leiknum - 32 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar.San Antonio var hársbreidd frá því að tryggja sér titilinn í nótt og starfsmenn í húsinu voru byrjaðir að undirbúa gólfið fyrir bikarafhendinguna. Leikmenn Miami tóku eftir því. „Við sáum þá setja gula límbandið á gólfið. Þess vegna spiluðar maður fram að lokaflautinu og við gerðum það í kvöld. Við gáfum allt sem við áttum og meira til,“ sagði James. Tim Duncan skoraði 30 stig í leiknum en ekkert í fjórða leikhluta. San Antonio var komið með væna forystu í þeim þriðja en Miami spilaði frábæra vörn í lokaleikhlutanum og héldu sér þannig á floti.„Við vorum bara nokkrum sekúndum frá titlinum og við létum tækifærið úr greipum ganga,“ sagði Ginobili. „Við misstum af nokkrum fráköstum, klikkuðum á nokkrum vítaskotum og Ray setti þennan þrist niður. Þetta var mjög erfitt.“ Leonard var með 22 stig og ellefu fráköst fyrir San Antonio og Tony Parker nítján stig og átta stoðsendingar. Parker hitti illa í leiknum - nýtti aðeins sex af 23 skotum sínum. Ginobili tapaði boltanum alls átta sinnum í leiknum sem reyndist dýrkeypt. Hjá Miami var Chris Bosh með tíu stig og ellefu fráköst. Mario Chalmers var með 20 stig og Dwyane Wade fjórtán. Staðan í rimmunni er því 3-3 og fer oddaleikurinn fram í Miami aðfaranótt föstudags.
NBA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira