Viðskipti erlent

Góður gangur hjá McDonalds í Danmörku

Big Mac, flaggskip McDonalds
Big Mac, flaggskip McDonalds Mynd/ Hari

Hagnaður McDonalds hamborgakeðjunnar í Danmörku í fyrra var 85 milljónir danskra kr., eða um 1,8 milljarðar kr., eftir skatta. Afkoma keðjunnar batnaði um rúmlega 6% frá fyrra ári.

Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að velta 86 McDonalds staða í Danmörku hafi numið 1,8 milljörðum danskra kr. í fyrra en þar af var velta aðalskrifstofunnar og 16 staða á hennar vegum um 465 milljónir danskra kr.  Afgangurinn af  veltunni var hjá þeim 70 stöðum sem reknir eru með leyfi frá aðalskrifstofunni.

McDonalds opnaði tvo nýja staði í fyrra og alls vinna nú yfir 4.200 manns hjá keðjunni í Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×