Körfuknattleiksmaðurinn Ingvaldur Magni Hafsteinsson mun leika með KR á næsta tímabili en hann hefur verið á mála hjá Fjölni að undanförnu. Þetta kom fram á vefsíðunni karfan.is í kvöld.
Leikmaðurinn hefur mikla reynslu og mun styrkja KR-liðið mikið en hann gerði 12,2 stig í leik að meðaltali í vetur fyrri Fjölni og tók 6,9 fráköst.
Magni lék með KR-ingum fyrir tíu árum síðar en hann hefur einnig leiki með Snæfelli.
Magni á leiðinni í KR
