Viðskipti erlent

Annað hrun á mörkuðum í Japan

Annað hrun á rúmri viku varð á mörkuðum í Japan í nótt. Nikkei vísitalan í Tókýó féll um rúm 5%. Ástæðan var einkum veiking á gengi dollarans gagnvart jeninu sem hefur áhrif á útfluting Japana.

Hrunið kom í kjölfar þess að rauðar tölur voru á mörkuðum í Bandaríkjunum þegar þeir lokuðu í gærkvöldi. Dow Jones vísitalan lækkaði um 0,7%.

Hinsvegar opnuðu markaðir í Evórpu í morgun með lítilsháttar plúsum. Þannig hefur FTSE vísitalan í London hækkað um 0,3% og Cac 40 vísitalan í París um 0,4%. Dax vísitalan í Frankfurt stendur hinsvegar nær í stað frá því í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×