Bíó og sjónvarp

Vilja styttri sýnishorn

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Stikla myndarinnar Man of Steel þótti í lengra lagi, en hún var rétt rúmar þrjár mínútur.
Stikla myndarinnar Man of Steel þótti í lengra lagi, en hún var rétt rúmar þrjár mínútur.

Samtök kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum þrýsta nú á kvikmyndaverin að stytta kynningarstiklur sínar, sem sýndar eru á undan kvikmyndum í bíó.

Segja samtökin að mikið sé kvartað undan lengd sýnishornanna og að þau gefi of mikið upp varðandi framvindu sögunnar.

Sýnishorn kvikmynda eru tveggja og hálfrar mínútu löng að meðaltali, og vonast samtökin til þess að hægt verði að takmarka lengd þeirra við tvær mínútur.

Ónafngreindur yfirmaður kvikmyndavers í Hollywood sagði í samtali við The Hollywood Reporter að stiklurnar séu tvær og hálf mínúta af góðri ástæðu. Það sé sá tími sem þurfi til að koma skilaboðunum áleiðis.

Þá segir hann líklegt að kvikmyndahúsin myndu nota tímann sem sparaðist við styttinguna til þess að sýna enn fleiri auglýsingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×