Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 17-29 | Skelfilegur skellur Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. júní 2013 00:01 Myndir / Vilhelm Gunnarsson Ísland steinlá fyrir Tékklandi 29-17 í fyrri leik liðanna um sæti á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta sem leikið verður í Serbíu í desember. Tékkland var níu mörkum yfir í hálfleik 15-6. Eins og tölurnar gefa til kynna þá gekk lítið hjá íslenska liðinu. Liðið átti í miklum vandræðum í sóknarleiknum og þegar liðið komst í góð færi var Barbora Ranikova leikmönnum Íslands erfið í markinu. Varnarleikur Íslands var ekki upp á marga fiska. Liðið gekk illa út í skyttur Tékklands sem fékk gott færi í nánast hverri einustu sókn. Rakel Dögg Bragadóttir nýtti víti sín vel í leiknum en Ísland skoraði alls átta mörk úr vítum í leiknum. Mikið munaði um að Ísland skoraði ekki eitt einasta mark úr hraðaupphlaupi í leiknum. Tékkland tapaði boltanum oft á tveggja mínútna leikkafla í fyrri hálfleik og náði Ísland aldrei að refsa fyrir það og munar um það. Tékkland var betra frá fyrstu mínútu og náði níu marka forystu fyrir hálfleik. Ísland náði ekki að minnka muninn í seinni hálfleik og tilraunir liðsins til að gera einvígið spennandi fyrir seinni leikinn í Tékklandi urðu að engu. Seinni leikurinn verður í Tékklandi á laugardaginn kemur en allt þarf að ganga upp til liðið eigi einhverja möguleika í honum fyrir utan að liðið þarf að leika betur á öllum sviðum leiksins.Ágúst: Vantaði neista, gleði og baráttuvilja„Við vorum því miður slök frá fyrstu mínútu og það er alveg sama hvar er tekið niður,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Íslands eftir leikinn. „Varnarleikurinn var slakur og markvarslana sömuleiðis. Hraðaupphlaupin voru fá sem engin og sóknarleikurinn var ekki nógu vel útfærður og í ofan á lag fórum við illa með mikið af dauðafærum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við spilum okkur algjörlega út úr leiknum í fyrri hálfleik. „Við vorum frekar staðar og við byrjum illa og þá var lítið sjálfstraust í þessu,“ sagði Ágúst sem þurfti að setja ný markmið í hálfleik þegar Ísland var níu mörkum undir. „Við ræddum að það væru þrír hálfleikir eftir í þessu og planið var að reyna að koma þessu niður í fimm mörk. Það var markmið seinni hálfleiksins. Því miður náðum við því ekki. Það vantaði þennan neista, gleði og baráttuvilja sem hefur einkennt þetta lið. „Sóknarleikurinn var ekki sannfærandi, langt frá því. Þar að auki förum við með mikið af dauðafærum sem er svo stór þáttur í sóknarleik. Markmaðurinn þeirra varði mikið af opnum og góðum færum og með svona frammistöðu gerum við ekkert, hvort sem það er gegn sterku liði Tékka eða öðrum þjóðum,“ sagði Ágúst sem gefst ekki upp þó staðan sér erfið. „Það er alltaf von. Nú snýst þetta númer eitt, tvö og þrjú að snúa bökum saman og reyna að peppa liðið áfram og ná betri frammistöðu. Við þurfum að leggjast vel yfir okkar leik. Við getum spilað betur en þetta og það er fyrsta markmiðið hjá okkur úr því sem komið er. „Við setjumst yfir þetta og það er ekkert óeðlilegt við að sjálfstraustið fari þegar spilamennskan var eins og hún var. Liðið lagði sig allt fram og baráttan var til staðar en það vantaði þennan neista og þessa gleði. Við þurfum að grafa inn í okkar leik til að ná því fram og sjá hvort við getum gert eitthvað í seinni leiknum,“ sagði Ágúst að lokum.Hrafnhildur: Allt lélegt„Það er ekkert jákvætt að finna út úr þessum leik. Ég er gjörsamlega orðlaus yfir þessari frammistöðu,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir fyrirliði Íslands. „Það virkar ekkert í þessum leik, hvort sem litið er á sókn, vörn eða markvörslu. Það er allt lélegt. „Stundum gengur sóknarleikur ekki upp, þannig er það bara. Það sem verður okkur að falli er að við fáum engin auðveld mörk. Mörk úr fyrstu og annarri bylgju telja gríðarlega í nútíma handbolta. Sóknin gengur stundum ekki en maður á alltaf að geta barist í vörn,“ sagði Hrafnhildur sem þekkir uppgjöf ekki og ætlar sér ennþá áfram. „Nei, ég er ekki þekkt fyrir að gefast upp og að sjálfsögðu gefumst við ekki upp. Annað eins hefur gerst í handbolta. Ef við komum vel gíraðar inn í leikinn og náum fimm til sex marka forystu í fyrri hálfleik og fáum trúna, þá er allt hægt. En ef byrjunin verður eins og í dag og við lendum fjórum undir þá er þetta búið, það er klárt,“ sagði Hrafnhildur.Florentina Stanciu stóð vaktina í marki Íslands í dag. Íslenski handboltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Ísland steinlá fyrir Tékklandi 29-17 í fyrri leik liðanna um sæti á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta sem leikið verður í Serbíu í desember. Tékkland var níu mörkum yfir í hálfleik 15-6. Eins og tölurnar gefa til kynna þá gekk lítið hjá íslenska liðinu. Liðið átti í miklum vandræðum í sóknarleiknum og þegar liðið komst í góð færi var Barbora Ranikova leikmönnum Íslands erfið í markinu. Varnarleikur Íslands var ekki upp á marga fiska. Liðið gekk illa út í skyttur Tékklands sem fékk gott færi í nánast hverri einustu sókn. Rakel Dögg Bragadóttir nýtti víti sín vel í leiknum en Ísland skoraði alls átta mörk úr vítum í leiknum. Mikið munaði um að Ísland skoraði ekki eitt einasta mark úr hraðaupphlaupi í leiknum. Tékkland tapaði boltanum oft á tveggja mínútna leikkafla í fyrri hálfleik og náði Ísland aldrei að refsa fyrir það og munar um það. Tékkland var betra frá fyrstu mínútu og náði níu marka forystu fyrir hálfleik. Ísland náði ekki að minnka muninn í seinni hálfleik og tilraunir liðsins til að gera einvígið spennandi fyrir seinni leikinn í Tékklandi urðu að engu. Seinni leikurinn verður í Tékklandi á laugardaginn kemur en allt þarf að ganga upp til liðið eigi einhverja möguleika í honum fyrir utan að liðið þarf að leika betur á öllum sviðum leiksins.Ágúst: Vantaði neista, gleði og baráttuvilja„Við vorum því miður slök frá fyrstu mínútu og það er alveg sama hvar er tekið niður,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Íslands eftir leikinn. „Varnarleikurinn var slakur og markvarslana sömuleiðis. Hraðaupphlaupin voru fá sem engin og sóknarleikurinn var ekki nógu vel útfærður og í ofan á lag fórum við illa með mikið af dauðafærum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við spilum okkur algjörlega út úr leiknum í fyrri hálfleik. „Við vorum frekar staðar og við byrjum illa og þá var lítið sjálfstraust í þessu,“ sagði Ágúst sem þurfti að setja ný markmið í hálfleik þegar Ísland var níu mörkum undir. „Við ræddum að það væru þrír hálfleikir eftir í þessu og planið var að reyna að koma þessu niður í fimm mörk. Það var markmið seinni hálfleiksins. Því miður náðum við því ekki. Það vantaði þennan neista, gleði og baráttuvilja sem hefur einkennt þetta lið. „Sóknarleikurinn var ekki sannfærandi, langt frá því. Þar að auki förum við með mikið af dauðafærum sem er svo stór þáttur í sóknarleik. Markmaðurinn þeirra varði mikið af opnum og góðum færum og með svona frammistöðu gerum við ekkert, hvort sem það er gegn sterku liði Tékka eða öðrum þjóðum,“ sagði Ágúst sem gefst ekki upp þó staðan sér erfið. „Það er alltaf von. Nú snýst þetta númer eitt, tvö og þrjú að snúa bökum saman og reyna að peppa liðið áfram og ná betri frammistöðu. Við þurfum að leggjast vel yfir okkar leik. Við getum spilað betur en þetta og það er fyrsta markmiðið hjá okkur úr því sem komið er. „Við setjumst yfir þetta og það er ekkert óeðlilegt við að sjálfstraustið fari þegar spilamennskan var eins og hún var. Liðið lagði sig allt fram og baráttan var til staðar en það vantaði þennan neista og þessa gleði. Við þurfum að grafa inn í okkar leik til að ná því fram og sjá hvort við getum gert eitthvað í seinni leiknum,“ sagði Ágúst að lokum.Hrafnhildur: Allt lélegt„Það er ekkert jákvætt að finna út úr þessum leik. Ég er gjörsamlega orðlaus yfir þessari frammistöðu,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir fyrirliði Íslands. „Það virkar ekkert í þessum leik, hvort sem litið er á sókn, vörn eða markvörslu. Það er allt lélegt. „Stundum gengur sóknarleikur ekki upp, þannig er það bara. Það sem verður okkur að falli er að við fáum engin auðveld mörk. Mörk úr fyrstu og annarri bylgju telja gríðarlega í nútíma handbolta. Sóknin gengur stundum ekki en maður á alltaf að geta barist í vörn,“ sagði Hrafnhildur sem þekkir uppgjöf ekki og ætlar sér ennþá áfram. „Nei, ég er ekki þekkt fyrir að gefast upp og að sjálfsögðu gefumst við ekki upp. Annað eins hefur gerst í handbolta. Ef við komum vel gíraðar inn í leikinn og náum fimm til sex marka forystu í fyrri hálfleik og fáum trúna, þá er allt hægt. En ef byrjunin verður eins og í dag og við lendum fjórum undir þá er þetta búið, það er klárt,“ sagði Hrafnhildur.Florentina Stanciu stóð vaktina í marki Íslands í dag.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira