Viðskipti erlent

Manchester Utd. fékk yfir 11 milljarða í sjónvarpstekjur

Manchester United fékk tæplega 61 milljón punda eða ríflega 11,3 milljarða króna í sjónvarpstekjur fyrir síðasta keppnistímabil í ensku Úrvalsdeildinni. Liðið varð sem kunnugt er Englandsmeistari í vor.

Í tilkynningu frá yfirstjórn Úrvalsdeildarinnar segir að um sé að ræða hæstu upphæð sem lið í deildinni hafi fengið fyrir einstakt tímabil í sögu deilarinnar.

Inn í fyrrgreindri upphæð er rúmlega 15 milljónir punda sem er greiðsla fyrir að hafa unnið titilinn og 13 milljónir punda fyrir sjónvarpsútsendingar innanlands.

Manchester City sem varð í öðru sæti fékk rúmlega 58 milljónir punda í sinn hlut og Chelsea sem varð í  þriðja sæti fékk 55 milljónir punda.

Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni kemur fram að Arsenal og Tottenham sem urðu í fjórða og fimmta sæti fengu 55,9 milljónir punda hvort eða ívið meira en Chelsea.

Queens Park Rangers sem endaði í neðsta sæti Úrvalsdeildarinnar fékk tæplega 40 milljónir punda í sinn hlut. Það er svipað og hin tvö liðin sem féllu, Reading og Wigan fengu fyrir sjónvarpstekjurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×