Viðskipti erlent

Dýrasta íbúðarhús heims til sölu á 23 milljarða

Dýrasta íbúðarhús heimsins er til sölu en verðmiðinn á því er 190 milljónir dollara eða ríflega 23 milljarða króna.

Húsið sem hér um ræðir heitir Copper Beech Farm og er í Greenwich í Conneticut.  Með í kaupunum fylgir m.a. stór einkaströnd sem er hálfur annar kílómetri að lengd út við Long Island Sound og tvær litlar eyjar en lóðin, ströndin og eyjarnar eru samtals 200.000 fm að flatarmáli.

Sjálft húsið er 1.245 fm að stærð með 12 svefnherbergjum og sjö baðherbergjum, byggt í frönskum stíl árið 1896. Núverandi eigandi þess er timburkóngurinn John Rudey. Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×