Hjólar í vinnunni 25. maí 2013 15:06 Nútímamenn hafa ekki tíma fyrir leikaraskap. „Nútíma karlmenn hafa hreinlega ekki tíma fyrir einhvern leikaraskap og það þarf að beita útsjónasemi ætli menn að ná árangri í svona hjólreiðakeppnum," segir Ólafur Tryggvason, einn liðsmanna í hjólaliðinu Expendables Cycling Team sem tekur þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni í júní. Ólafur slær tvær flugur í einu höggi með því að sinna vinnu sinni hjá Opnum Kerfum á sama tíma og hann æfir af fullum krafti, eins og myndin ber með sér. Átakið Hjólað í vinnuna breyttist hjá Ólafi í Hjólað í vinnunni sem er ágætis æfing; „Enda hjólreiðakeppnin hringinn í kringum landið ágætlega krefjandi verkefni svo allur undirbúningur er góður." Á síðasta ári tók Ólafur þátt í keppninni, en þá sem bílstjóri. Hann kveðst álíta þáttöku sína í ár sem ákveðna afslöppun, hlutverk bílstjóra hafi reynt verulega á þolrifin; „það hlutverk er sennilega það erfiðasta í keppninni. Það verður bara að segjast eins og er að fyrir virkan einstakling er ekki auðvelt að keyra á 25-30 km hraða hringinn í kringum landið." Liðsmenn í Expendables Cycling liðinu leggja ekki einungis metnað í að koma fyrstir í mark, þótt þeir segist vera annálaðir „crossfittarar", heldur leggja þeir mikið uppúr að vera ofarlega - og helst efstir á lista yfir áheitasöfnun og leggja þannig góðu starfi Barnaheilla - Save the Children á Íslandi lið. „Við ætlum að fara alla leið í þessu og það verður mikið fjör í okkur. Við erum á fullu við að undirbúa hressandi efni sem við hendum inná Facebook síðuna okkar og hvetjum fólk til að fylgjast með okkur, og auðvitað heita á okkur líka. Til þess er nú leikurinn gerður." Hægt er að fylgjast með þeim félögum á fésbókarsíðu þeirra. Alls hafa 27 lið skráð sig til þátttöku í WOW Cyclothoninu sem fram fer 19-22. júní þegar þátttakendur hjóla í boðsveitarformi hringinn í kringum landið. Nánari upplýsingar er að finna á áheitavefnum wowcyclothon.is, en öll áheit renna til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Hægt er að fylgjast með keppninni þar og á facebook.com/wowcyclothon Wow Cyclothon Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Nútíma karlmenn hafa hreinlega ekki tíma fyrir einhvern leikaraskap og það þarf að beita útsjónasemi ætli menn að ná árangri í svona hjólreiðakeppnum," segir Ólafur Tryggvason, einn liðsmanna í hjólaliðinu Expendables Cycling Team sem tekur þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni í júní. Ólafur slær tvær flugur í einu höggi með því að sinna vinnu sinni hjá Opnum Kerfum á sama tíma og hann æfir af fullum krafti, eins og myndin ber með sér. Átakið Hjólað í vinnuna breyttist hjá Ólafi í Hjólað í vinnunni sem er ágætis æfing; „Enda hjólreiðakeppnin hringinn í kringum landið ágætlega krefjandi verkefni svo allur undirbúningur er góður." Á síðasta ári tók Ólafur þátt í keppninni, en þá sem bílstjóri. Hann kveðst álíta þáttöku sína í ár sem ákveðna afslöppun, hlutverk bílstjóra hafi reynt verulega á þolrifin; „það hlutverk er sennilega það erfiðasta í keppninni. Það verður bara að segjast eins og er að fyrir virkan einstakling er ekki auðvelt að keyra á 25-30 km hraða hringinn í kringum landið." Liðsmenn í Expendables Cycling liðinu leggja ekki einungis metnað í að koma fyrstir í mark, þótt þeir segist vera annálaðir „crossfittarar", heldur leggja þeir mikið uppúr að vera ofarlega - og helst efstir á lista yfir áheitasöfnun og leggja þannig góðu starfi Barnaheilla - Save the Children á Íslandi lið. „Við ætlum að fara alla leið í þessu og það verður mikið fjör í okkur. Við erum á fullu við að undirbúa hressandi efni sem við hendum inná Facebook síðuna okkar og hvetjum fólk til að fylgjast með okkur, og auðvitað heita á okkur líka. Til þess er nú leikurinn gerður." Hægt er að fylgjast með þeim félögum á fésbókarsíðu þeirra. Alls hafa 27 lið skráð sig til þátttöku í WOW Cyclothoninu sem fram fer 19-22. júní þegar þátttakendur hjóla í boðsveitarformi hringinn í kringum landið. Nánari upplýsingar er að finna á áheitavefnum wowcyclothon.is, en öll áheit renna til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Hægt er að fylgjast með keppninni þar og á facebook.com/wowcyclothon
Wow Cyclothon Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira