Gæti ekki sagt nei við NFL 28. maí 2013 11:30 Hafþór að keppa í keppninni um sterkasta mann heims. Eins og Vísir greindi frá í morgun þá virðist Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hafa áhuga á því að skoða sterkasta mann Íslands, Hafþór Júlíus Björnsson. Irsay skrifaði á Twitter-síðu sína að hann þyrfti kannski að skoða "Íslendinginn" og fór svo af stað með getraunaleik um hver maðurinn sé. Hann er Hafþór Júlíus Björnsson. 24 ára strákur sem er 205 sentimetrar að hæð og lítil 170 kíló. Maður með skrokk fyrir NFL-deildina. "Ég vissi af þessu en það hefur enginn haft formlega samband við mig vegna málsins. Ég veit því ekki hversu mikil alvara er í þessu hjá þeim," sagði Hafþór Júlíus í samtali við Vísi. Hafþór lyftir hér Larissu Reis. Hafþór hefur ekki spilað íþróttina áður né reynt að koma sjálfum sér sérstaklega á framfæri svo hann eigi möguleika á að komast í deildina. "Ég er að keppa í aflraunum um allan heim og þannig vita þeir líklega af mér. Það fréttist af mönnum sem eru 205 sentimetrar og 170 kíló," sagði Hafþór léttur. "Ég væri örugglega tilvalinn í þetta. Ég hef ekkert reynt að koma mér á framfæri en Brynjar Karl Sigurðsson, fyrrum þjálfari minn, hannaði Sideline-forritið sem er notað af liðum í NFL. Hann er tengdur þar inn og þekkir vel til. Einn þjálfari úti spurði hann mikið út í mig og þannig hef ég líklega komist í umræðuna." Hafþór Júlíus neitar því ekki að tilhugsunin um að spila í NFL-deildinni kitli hann. "Ef lið myndi sýna mér áhuga þá myndi ég alltaf skoða það. Ég veit samt að ég færi fyrst í æfingabúðir svo þeir gætu skoðað mig og athugað hvort ég sé nothæfur. Það væri ekki hægt að segja nei við svona stóru tækifæri enda miklir peningar í húfi," sagði Hafþór. "Það er mikill heiður að þeir séu að spá í því að skoða mig. Ég er klár ef að kallið kemur." Innlendar Tengdar fréttir Sterkasti maður Íslands á leið í NFL-deildina? Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. 28. maí 2013 09:30 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun þá virðist Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hafa áhuga á því að skoða sterkasta mann Íslands, Hafþór Júlíus Björnsson. Irsay skrifaði á Twitter-síðu sína að hann þyrfti kannski að skoða "Íslendinginn" og fór svo af stað með getraunaleik um hver maðurinn sé. Hann er Hafþór Júlíus Björnsson. 24 ára strákur sem er 205 sentimetrar að hæð og lítil 170 kíló. Maður með skrokk fyrir NFL-deildina. "Ég vissi af þessu en það hefur enginn haft formlega samband við mig vegna málsins. Ég veit því ekki hversu mikil alvara er í þessu hjá þeim," sagði Hafþór Júlíus í samtali við Vísi. Hafþór lyftir hér Larissu Reis. Hafþór hefur ekki spilað íþróttina áður né reynt að koma sjálfum sér sérstaklega á framfæri svo hann eigi möguleika á að komast í deildina. "Ég er að keppa í aflraunum um allan heim og þannig vita þeir líklega af mér. Það fréttist af mönnum sem eru 205 sentimetrar og 170 kíló," sagði Hafþór léttur. "Ég væri örugglega tilvalinn í þetta. Ég hef ekkert reynt að koma mér á framfæri en Brynjar Karl Sigurðsson, fyrrum þjálfari minn, hannaði Sideline-forritið sem er notað af liðum í NFL. Hann er tengdur þar inn og þekkir vel til. Einn þjálfari úti spurði hann mikið út í mig og þannig hef ég líklega komist í umræðuna." Hafþór Júlíus neitar því ekki að tilhugsunin um að spila í NFL-deildinni kitli hann. "Ef lið myndi sýna mér áhuga þá myndi ég alltaf skoða það. Ég veit samt að ég færi fyrst í æfingabúðir svo þeir gætu skoðað mig og athugað hvort ég sé nothæfur. Það væri ekki hægt að segja nei við svona stóru tækifæri enda miklir peningar í húfi," sagði Hafþór. "Það er mikill heiður að þeir séu að spá í því að skoða mig. Ég er klár ef að kallið kemur."
Innlendar Tengdar fréttir Sterkasti maður Íslands á leið í NFL-deildina? Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. 28. maí 2013 09:30 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjá meira
Sterkasti maður Íslands á leið í NFL-deildina? Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. 28. maí 2013 09:30