Sterkasti maður Íslands á leið í NFL-deildina? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2013 09:30 Hafþór Júlíus ásamt Arnold Schwarzenegger á Arnold Classic. Mynd/Instagram Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. Irsay skrifaði á Twitter á dögunum að það væru rosalega margir varnar- eða sóknarlínumenn sem væru tæplega tveir metrar á hæð og 145-165 kg á þyngd. Erfitt væri að velja úr þeim hópi. „Ryan Grig þjálfari þyrfti kannski að skoða 'Íslendinginn',“ skrifaði Irsay. Efndi hann til getraunaleiks meðal fylgjenda sinna á Twitter, sem eru tæplega 225 þúsund, um það hver „Íslendingurinn“ umræddi væri. Í verðlaun voru Colts-treyjur að verðmæti 200 bandaríkjadala. Fyrsta tíst Irsay um Hafþór Júlíus.Mynd/Twitter Skrifin vöktu athygli stuðningsmanna Colts og var m.a. fjallað um áhuga Irsay á ópinberi stuðningsmannasíðu Colts og víðar.Í frétt á annarri bandarískri vefsíðu er fullyrt að í NFL-deildinni hætti leitin að hæfileikum aldrei. „Jafnvel þótt það þýði að leita þurfi til aflraunakappa í Evrópu sem láta Arnold Schwarzenegger líta út eins og Danny DeVito.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Annað tíst Irsay þar sem hann býður verðlaun þeim sem getur rétt um nafn „Íslendingsins“.Mynd/Twitter Hafþór er 24 ára og er Sterkasti maður Íslands en hann hefur unnið titilinn undanfarin tvö ár. Þá hafnaði hann í 3. sæti í keppninni Sterkasti maður heims árið 2012. Hann er 205 cm á hæð og 170 kg. Í myndbandinu að neðan má sjá Hafþór í keppni á Arnold Classic í Kaliforníu. Íþróttir Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Sjá meira
Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. Irsay skrifaði á Twitter á dögunum að það væru rosalega margir varnar- eða sóknarlínumenn sem væru tæplega tveir metrar á hæð og 145-165 kg á þyngd. Erfitt væri að velja úr þeim hópi. „Ryan Grig þjálfari þyrfti kannski að skoða 'Íslendinginn',“ skrifaði Irsay. Efndi hann til getraunaleiks meðal fylgjenda sinna á Twitter, sem eru tæplega 225 þúsund, um það hver „Íslendingurinn“ umræddi væri. Í verðlaun voru Colts-treyjur að verðmæti 200 bandaríkjadala. Fyrsta tíst Irsay um Hafþór Júlíus.Mynd/Twitter Skrifin vöktu athygli stuðningsmanna Colts og var m.a. fjallað um áhuga Irsay á ópinberi stuðningsmannasíðu Colts og víðar.Í frétt á annarri bandarískri vefsíðu er fullyrt að í NFL-deildinni hætti leitin að hæfileikum aldrei. „Jafnvel þótt það þýði að leita þurfi til aflraunakappa í Evrópu sem láta Arnold Schwarzenegger líta út eins og Danny DeVito.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Annað tíst Irsay þar sem hann býður verðlaun þeim sem getur rétt um nafn „Íslendingsins“.Mynd/Twitter Hafþór er 24 ára og er Sterkasti maður Íslands en hann hefur unnið titilinn undanfarin tvö ár. Þá hafnaði hann í 3. sæti í keppninni Sterkasti maður heims árið 2012. Hann er 205 cm á hæð og 170 kg. Í myndbandinu að neðan má sjá Hafþór í keppni á Arnold Classic í Kaliforníu.
Íþróttir Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Sjá meira