Messuvín er á þrotum í Venesúela 29. maí 2013 08:22 Kaþólska kirkja í Venesúela hefur sent frá sér skilaboð um að messuvín sé á þrotum í landinu vegna skorts á ýmsum birgðum til að framleiða það. Þessi birgðaskortur hefur leitt til þess að eini vínframleiðandi landsins hefur hætt að selja kirkjunni messuvín. Kaþólska kirkjan skellir skuldinni á þessari stöðu á stjórnvöld og þá einkum lélegri efnahagsstjórn að því er segir í frétt á vefsíðu BBC. Það er ekki bara vínskorturinn sem hrjáir kaþólsku kirkjuna í Venesúela heldur einnig að verð á oblátum hækkað verulega en flytja verður inn hveiti til landsins til að búa þær til. Það vakti heimsathygli fyrir skömmu þegar fréttir bárust af alvarlegum skorti á klósettpappír í Venesúela. Þurfti að fljúga með neyðarbirgðir af þeim pappír til landsins. Í fréttinni kemur fram að almenningur í landinu er forviða á þessum skorti öllum enda er Venesúela í hópi mestu olíuframleiðenda heimsins og situr á mestu þekktum lindum af óunninni olíu í heiminum. Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Kaþólska kirkja í Venesúela hefur sent frá sér skilaboð um að messuvín sé á þrotum í landinu vegna skorts á ýmsum birgðum til að framleiða það. Þessi birgðaskortur hefur leitt til þess að eini vínframleiðandi landsins hefur hætt að selja kirkjunni messuvín. Kaþólska kirkjan skellir skuldinni á þessari stöðu á stjórnvöld og þá einkum lélegri efnahagsstjórn að því er segir í frétt á vefsíðu BBC. Það er ekki bara vínskorturinn sem hrjáir kaþólsku kirkjuna í Venesúela heldur einnig að verð á oblátum hækkað verulega en flytja verður inn hveiti til landsins til að búa þær til. Það vakti heimsathygli fyrir skömmu þegar fréttir bárust af alvarlegum skorti á klósettpappír í Venesúela. Þurfti að fljúga með neyðarbirgðir af þeim pappír til landsins. Í fréttinni kemur fram að almenningur í landinu er forviða á þessum skorti öllum enda er Venesúela í hópi mestu olíuframleiðenda heimsins og situr á mestu þekktum lindum af óunninni olíu í heiminum.
Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira