Viðskipti erlent

Finnskur banki kaupir fyrrum fjármálafyrirtæki Glitnis

Finnski bankinn S-Pankki hefur fest kaup á fjármálafyrirtækinu FIM sem eitt sinn var í eigu Glitnis.

Í frétt á Reuters kemur fram að S-Pankki kaupir strax 51% hlut í FIM og síðan afganginn á árinu 2016. Bankinn ætlar að efla eignastýringu sína með kaupunum.

Kaupverðið er ekki gefið upp en um síðustu áramót stjórnaði FIM eignum upp á 2,2 milljarða evra.

Glitnir festi kaup á FIM árið 2007 og greiddi þá 341 milljón evra eða um 54 milljarða kr. fyrir fyrirtækið m.v. gengi evrunnar í dag. Ári seinna eða í bankahruninu á Íslandi keypti hópur stjórnenda FIM fyrirtækið af Glitni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×