Viðskiptaþvinganir gagnvart Íslandi og Færeyjum ræddar á ESB fundi í dag 14. maí 2013 07:22 Viðskiptaþvinganir gagnvart Íslendingum og Færeyingum vegna makrílveiða þjóðanna verða ræddar á fundi í fiskveiðaráði Evrópusambandsins í dag. Skoskir fulltrúar á fundinum eru undir miklum þrýstingi frá útgerðarmönnum heima fyrir um að ná þessum viðskiptaþvingunum í gegn á fundinum, það er fá framkvæmdastjórn sambandsins til að gera slíkt. Þetta kemur fram á vefsíðunni Thefishsite. Viðskiptaþvinganir hafa þegar verið ákveðnar gangvart ákveðnum fiskafurðum frá Íslandi og Færeyjum en framkvæmdastjórnin hefur enn ekki komið þeim í verk. Vefsíðan vitnar í formann útgerða sem stunda uppsjávarveiðar í Skotlandi. Hann segir að tíminn til að slugsa með að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum eða refsiaðgerðum sé liðinn. Tími raunverulegra aðgerða sé runninn upp nú þegar makrílveiðarnar eru að hefjast. Formaðurinn Ian Gatt segir að búið sé að ræða þessar aðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum í ein fjögur ár innan Evrópusambandsins. Skoskir sjómenn séu vægt sagt orðnir langeygir eftir einhverjum raunverulegum aðgerðum. Það hafi valdið þeim verulegum vonbrigðum að málið hafi tekið allan þennan tíma án aðgerða. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Viðskiptaþvinganir gagnvart Íslendingum og Færeyingum vegna makrílveiða þjóðanna verða ræddar á fundi í fiskveiðaráði Evrópusambandsins í dag. Skoskir fulltrúar á fundinum eru undir miklum þrýstingi frá útgerðarmönnum heima fyrir um að ná þessum viðskiptaþvingunum í gegn á fundinum, það er fá framkvæmdastjórn sambandsins til að gera slíkt. Þetta kemur fram á vefsíðunni Thefishsite. Viðskiptaþvinganir hafa þegar verið ákveðnar gangvart ákveðnum fiskafurðum frá Íslandi og Færeyjum en framkvæmdastjórnin hefur enn ekki komið þeim í verk. Vefsíðan vitnar í formann útgerða sem stunda uppsjávarveiðar í Skotlandi. Hann segir að tíminn til að slugsa með að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum eða refsiaðgerðum sé liðinn. Tími raunverulegra aðgerða sé runninn upp nú þegar makrílveiðarnar eru að hefjast. Formaðurinn Ian Gatt segir að búið sé að ræða þessar aðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum í ein fjögur ár innan Evrópusambandsins. Skoskir sjómenn séu vægt sagt orðnir langeygir eftir einhverjum raunverulegum aðgerðum. Það hafi valdið þeim verulegum vonbrigðum að málið hafi tekið allan þennan tíma án aðgerða.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira