OECD: Bilið milli ríkra og fátækra einna minnst á Íslandi 15. maí 2013 08:09 Í nýrri úttekt frá OECD um bilið milli ríkra og fátækra meðal aðildarþjóða sinna kemur fram að Ísland er í hópi þeirra þjóða þar sem þetta bil er einna minnst. Aðrar þjóðir í þeim hópi eru Noregur, Danmörk og Slóveníu. Bilið milli ríkra og fátækra er aftur á móti mest í Bandaríkjunum, Mexíkó, Tyrklandi og Chile. Fjallað er um þessa úttekt á Reuters. Þar kemur fram að samkvæmt henni hefur bilið á milli ríkra og fátækra almennt aukist á síðustu árum. Ástæðuna má að stórum hluta rekja til þess að í mörgum löndum hefur velferðarkerfið verið skorið niður vegna kreppunnar sem fylgdi í kjölfar hrunsins árið 2008 og atvinnuleysi hefur aukist. Fram kemur í úttektinni að á þremur árum fram til ársloka 2010 hafi bilið milli ríkra og fátækra aukist meira en á síðustu 12 árum þar á undan. Ríkustu 10% íbúana meðal 33 þjóða innan OECD voru að jafnaði með 9,5 falt meiri tekjur en 10% fátækustu íbúana árið 2010. Árið 2007 var þetta hlutfall minna eða 9 falt. OECD hvetur þjóðir sem glíma við efnahagsörðugleika að nota skattkerfi sín til þess að dreifa byrðunum á sanngjarnan hátt milli ríkra og fátækra. Í Financial Times er einnig fjallað um þessa úttekt og þar kemur fram að munurinn milli ríkra og fátækra hafi aukist mest meðal þeirra þjóða þar sem almenningur hefur orðið fyrir hvað mestri tekjuskerðingu að Íslandi undanskildu. Þannig stóðu tekjur hinna ríkustu á Spáni og Ítalíu í stað en minnkuðu um 14% hjá hinum fátæku á Spáni og um 6% á Ítalíu. Þessi þróun var öfugt hvað Ísland varðar en þar minnkuðu tekjur hinna ríkustu um 13% en hinna fátækustu um 8%. Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Í nýrri úttekt frá OECD um bilið milli ríkra og fátækra meðal aðildarþjóða sinna kemur fram að Ísland er í hópi þeirra þjóða þar sem þetta bil er einna minnst. Aðrar þjóðir í þeim hópi eru Noregur, Danmörk og Slóveníu. Bilið milli ríkra og fátækra er aftur á móti mest í Bandaríkjunum, Mexíkó, Tyrklandi og Chile. Fjallað er um þessa úttekt á Reuters. Þar kemur fram að samkvæmt henni hefur bilið á milli ríkra og fátækra almennt aukist á síðustu árum. Ástæðuna má að stórum hluta rekja til þess að í mörgum löndum hefur velferðarkerfið verið skorið niður vegna kreppunnar sem fylgdi í kjölfar hrunsins árið 2008 og atvinnuleysi hefur aukist. Fram kemur í úttektinni að á þremur árum fram til ársloka 2010 hafi bilið milli ríkra og fátækra aukist meira en á síðustu 12 árum þar á undan. Ríkustu 10% íbúana meðal 33 þjóða innan OECD voru að jafnaði með 9,5 falt meiri tekjur en 10% fátækustu íbúana árið 2010. Árið 2007 var þetta hlutfall minna eða 9 falt. OECD hvetur þjóðir sem glíma við efnahagsörðugleika að nota skattkerfi sín til þess að dreifa byrðunum á sanngjarnan hátt milli ríkra og fátækra. Í Financial Times er einnig fjallað um þessa úttekt og þar kemur fram að munurinn milli ríkra og fátækra hafi aukist mest meðal þeirra þjóða þar sem almenningur hefur orðið fyrir hvað mestri tekjuskerðingu að Íslandi undanskildu. Þannig stóðu tekjur hinna ríkustu á Spáni og Ítalíu í stað en minnkuðu um 14% hjá hinum fátæku á Spáni og um 6% á Ítalíu. Þessi þróun var öfugt hvað Ísland varðar en þar minnkuðu tekjur hinna ríkustu um 13% en hinna fátækustu um 8%.
Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira