Körfubolti

Valinn nýliði ársins með fullu húsi atkvæða

Lillard glaðbeittur með verðlaunin sín.
Lillard glaðbeittur með verðlaunin sín.
Bakvörður Portland Trailblazers, Damian Lillard, hefur verið valinn nýliði ársins í NBA-deildinni með miklum yfirburðum.

Hinn 22 ára gamli Lillard var með 19,0 stig, 6,5 stoðsendingar og 3,1 fráköst að meðaltali í leik í vetur. Hann var byrjunarliðsmaður í öllum leikjum Blazers og enginn spilaði meira í deildinni í vetur en hann.

Hann var einn af fáum nýliðum sem létu til sín taka í vetur.

Lillard er aðeins fjórði leikmaðurinn sem er valinn nýliði ársins með fullu húsi atkvæða. Aðrir sem afrekuðu það eru Ralph Sampson (1984), David Robinson (1990) og Blake Griffin (2011).

Antony Davis, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í fyrra, varð í öðru sæti í kjörinu.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×