Viðskipti erlent

Iron Man 3 slær aðsóknarmet í Kína

Kvikmyndin Iron Man 3 hefur slegið öll fyrri aðsóknarmet í Kína. Tekjurnar af henni námu 21 milljón dollara, eða tæplega 2,5 milljörðum kr., á frumsýningardegi myndarinnar þar í landi.

Fyrra aðsóknarmet átti Transformer myndin Dark of the Moon en hún náði inn 17 milljónum dollara á frumsýningardegi sínum í Kína.

Í frétt um málið á vefsíðu CNNMoney segir að þessi góði árangur Iron Man 3 í Kína skýrist einkum af því að í kínversku útgáfunni var fjórum mínútum bætt við myndina með tveimur nýjum hlutverkum þar sem tveir af þekktustu leikurum Kína láta ljós sitt skína. Þessar mínútur eru ekki í myndinni í öðrum löndum.

Á alþjóðavísu eru tekjurnar af Iron Man 3 orðnar um 300 milljónir dollara, eða tæpum 35 milljörðum kr.  frá því að myndin var frumsýnd þann 18. apríl s.l.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×