Viðskipti erlent

Atvinnuleysistölur á Spáni vekja litla gleði

Nýjar atvinnuleysistölur á Spáni sýna að skráð atvinnuleysi minnkaði um 0,9% í apríl miðað við fyrri mánuð. Þetta vekur þó litla gleði enda er þessi minnkun tímabundin þar sem veitingahús og hotel hafa verið að ráða fólk til að mæta ferðamannastrauminum í sumar.

Ef árstíðaleiðrétting er tekin með, það er fyrrgreindar skammtímaráðningar, minnkaði atvinnuleysið mun minna frá marsmánuði.

Í frétt um málið á Reuters segir að fimm milljónir Spánverja voru atvinnulausir eða um 27% vinnuaflsins sé miðað við könnun hagstofu landsins fyrir fyrsta ársfjórðung ársins. Í þeirri könnun eru tölur um atvinnulausa sem ekki eru opinberlega skráðir sem slíkir.

Spænsk stjórnvöld gera ráð fyrir að atvinnuleysi í landinu fari ekki niður fyrir 24% fyrr en árið 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×