Viðskipti erlent

Skattar auknir hjá norska olíuiðnaðinum

Norska ríkisstjórnin leggur til að skattbyrðin verði aukin hlutfallslega á olíuiðnaðinn í landinu til að ýta undir vöxt í öðrum geirum atvinnulífsins.

Jens Stoltenberg kynnti í gær nýja tekjuáætlun ríkisins, þar sem gert er ráð fyrir því að hækka skatta á olíuiðnaðinn um sem nemur 70 milljörðum norskra króna (tæpum 1.400 milljörðum íslenskra króna) fyrir árið 2050.

Tekjuaukningin fæst með því að fækka mögulegum leiðum til skattaafsláttar í iðnaðinum. Um leið er gert ráð fyrir því að lækka fyrirtækjaskatt úr 28 prósentum í 27 prósent frá og með næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×