Getur einhver stöðvað þennan mann? Stígur Helgason skrifar 20. apríl 2013 20:45 LeBron James. Nordicphotos/AFP Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hefst í dag og það er bara ein spurning sem skiptir máli: Getur einhver stöðvað LeBron James og meðreiðarsveina hans í liði Miami Heat? Einfalda svarið er nei; það er ekki hægt – ekki nema meiðsli setji strik í reikninginn. Enginn mannlegur máttur getur haft hemil á þeim náttúruöflum sem LeBron hefur leyst úr læðingi í vetur. Flestir eru sammála um að leiktíðin sem að baki er hjá LeBron James sé ein sú besta hjá einum leikmanni í sögu deildarinnar. Hann hefur skorað sem óður væri og er með skotnýtingu á við góðan miðherja. Sex leiki í röð skoraði hann yfir þrjátíu stig með yfir 60 prósenta skotnýtingu. Það er met. Hann hefur líka rifið niður fráköst eins og miðherji og gefið stoðsendingar eins og hann væri leikstjórnandi. Og jú, hann leiddi Miami-liðið til sigurs 27 leiki í röð. Það er næstlengsta sigurganga í sögu deildarinnar. Svo má nefna í framhjáhlaupi að stjörnuleikmennirnir Dwayne Wade og Chris Bosh leika líka með Miami, sem rúllaði upp NBA-deildinni í ár með sex sigrum umfram næsta lið, Oklahoma City Thunder. Með öðrum orðum þá er á brattann að sækja – vægast sagt – fyrir alla sem vilja koma í veg fyrir annan titil Miami-liðsins í röð. En það er svo sem ekkert gefið fyrir fram.Kevin DurantNordicphotos/AFPEitt er hins vegar nokkuð víst: Los Angeles Lakers eru ekki að fara að spilla fyrir þeim gleðinni. Eins miklar vonir og voru gerðar til liðsins eftir að Steve Nash og Dwight Howard gengu til liðs við það í haust þá hefur liðið engan veginn risið undir þeim, og þótt það hafi slefað inn í úrslitakeppnina á síðasta degi þá er áfallið af því að missa Kobe Bryant úr leik mánuðum saman með slitna hásin líkast til of mikið til að nokkuð lið gæti jafnað sig á því. Helst horfa menn til áðurnefnds Oklahoma-liðs til að veita Miami verðuga samkeppni. Þeir misstu sjötta mann ársins í fyrra, James Harden, til Houston fyrir leiktíðina, þar sem hann hefur síðan blómstrað, en Kevin Durant hefur hins vegar aldrei leikið betur. Það er aðeins eitt sem kemur í veg fyrir að hann verði valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, og það er LeBron James. Áður en þeir geta keppt við Miami þurfa Oklahoma-liðar hins vegar að komast í gegnum skuggalega seigt lið San Antonio Spurs. Tony Parker hefur spilað með afbrigðum vel, og það mætti halda að besti kraftframherji sögunnar, Tim Duncan, sem verður 37 ára í næstu viku, hafi komist í tímavél, því að hann hefur átt sína bestu leiktíð í nokkur ár. Og svo má ekki gleyma New York Knicks, sem aldrei þessu vant stóðu sig með mikilli prýði, lentu í öðru sæti í austurdeildinni með funheitan Carmelo Anthony í broddi fylkingar og gætu gert usla ef allt fellur með þeim. Fyrsti leikur dagsins, og úrslitakeppninnar allrar, er einmitt leikur Knicks gegn vængbrotnu liði Boston Celtics í New York í kvöld. Í Boston-liðinu býr gríðarmikil reynsla af úrslitakeppni sem gæti skapað hörkurimmu. Önnur lið, sem hafa verið misstöðug í vetur, þurfa kraftaverk til að komast alla leið. En kraftaverkin geta gerst – hver átti svo sem von á að Dallas mundi hampa titlinum fyrir tveimur árum? Leiktíðin 2012-2013 í molumStephen Curry.Nordicphotos/AFPStephen Curry, leikstjórnandi Golden State Warriors, skoraði 272 þriggja stiga körfur á leiktíðinni og sló með því 269 körfu met Ray Allen frá 2006.Kevin Durant, framherji Oklahoma City Thunder, varð sjötti meðlimur svokallaðs 50-40-90-klúbbs. Í honum eru þeir leikmenn sem hafa á einni leiktíð náð 50% skotnýtingu, 40% þriggja stiga nýtingu og 90% vítanýtingu. Enginn leikmaður náði 20 stigum og 10 fráköstum að meðaltali í leik, í fyrsta sinn í sögunni. Í fyrra voru þeir þrír: Dwight Howard, Kevin Love og Blake Griffin.Nicolas Batus, franskur framherji Portland Trail Blazers, náði fimmfaldri fimmu (11 stig, 10 stoðsendingar, 5 fráköst, 5 varðir boltar og 5 stolnir boltar) á móti New Orleans Hornets, í fyrsta sinn síðan Andrei Kirilenko náði því árið 2006.Damian Lillard, samherji Batus hjá Portland, er nær öruggur um að verða valinn nýliði ársins. Hann skoraði 19 stig að meðaltali og gaf 6,5 stoðsendingar. Hann var valinn sjötti í nýliðavalinu og leita þarf aftur til 2007 til að finna nýliða ársins sem var valinn svo aftarlega. Hann var líka hjá Portland og hét Brandon Roy. Vesturdeild Damian Lillard.Nordicphotos/AFPOklahoma City Thunder (1) - Houst Rockets (8) James Harden mætir gömlu félögunum í Oklahoma. Á þó varla mikinn séns.San Antonio Spurs (2) - Los Angeles Lakers (7) Það þarf mikið að gerast til að Lakers hafi roð við Tim Duncan og félögum án Kobe Bryant.Denver Nuggets (3) - Golden State Warriors (6) Hér er bara eitt víst: Það verður mikið skorað og lítið varist. Getur fallið á hvorn veg sem er.Los Angeles Clippers (4) - Memphis Grizzlies (5) Þetta verður æsispennandi. Koma fimleikarnir Clippers fram hjá firnasterkri vörn Memphis? Austurdeild Miami Heat (1) - Milwaukee Bucks (8) Ef Miami-vélin rúllar ekki yfir þetta í fjórum leikjum þá væru það undur og stórmerki.New York Knicks (2) - Boston Celtics (7) Spútniklið Knicks mætir reynsluboltum Celtics. Gamlingjar í aðalhlutverki en Knicks hafa Carmelo.Indiana Pacers (3) - Atlanta Hawks (6) Ekki mest spennandi serían á pappírunum. Indiana ætti að fara nokkuð létt með þetta.Brooklyn Nets (4) - Chicago Bulls (5) Ef Deron Williams verður áfram í stuði geta Nets unnið bug á Bulls-vörninni. Annars ekki.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hefst í dag og það er bara ein spurning sem skiptir máli: Getur einhver stöðvað LeBron James og meðreiðarsveina hans í liði Miami Heat? Einfalda svarið er nei; það er ekki hægt – ekki nema meiðsli setji strik í reikninginn. Enginn mannlegur máttur getur haft hemil á þeim náttúruöflum sem LeBron hefur leyst úr læðingi í vetur. Flestir eru sammála um að leiktíðin sem að baki er hjá LeBron James sé ein sú besta hjá einum leikmanni í sögu deildarinnar. Hann hefur skorað sem óður væri og er með skotnýtingu á við góðan miðherja. Sex leiki í röð skoraði hann yfir þrjátíu stig með yfir 60 prósenta skotnýtingu. Það er met. Hann hefur líka rifið niður fráköst eins og miðherji og gefið stoðsendingar eins og hann væri leikstjórnandi. Og jú, hann leiddi Miami-liðið til sigurs 27 leiki í röð. Það er næstlengsta sigurganga í sögu deildarinnar. Svo má nefna í framhjáhlaupi að stjörnuleikmennirnir Dwayne Wade og Chris Bosh leika líka með Miami, sem rúllaði upp NBA-deildinni í ár með sex sigrum umfram næsta lið, Oklahoma City Thunder. Með öðrum orðum þá er á brattann að sækja – vægast sagt – fyrir alla sem vilja koma í veg fyrir annan titil Miami-liðsins í röð. En það er svo sem ekkert gefið fyrir fram.Kevin DurantNordicphotos/AFPEitt er hins vegar nokkuð víst: Los Angeles Lakers eru ekki að fara að spilla fyrir þeim gleðinni. Eins miklar vonir og voru gerðar til liðsins eftir að Steve Nash og Dwight Howard gengu til liðs við það í haust þá hefur liðið engan veginn risið undir þeim, og þótt það hafi slefað inn í úrslitakeppnina á síðasta degi þá er áfallið af því að missa Kobe Bryant úr leik mánuðum saman með slitna hásin líkast til of mikið til að nokkuð lið gæti jafnað sig á því. Helst horfa menn til áðurnefnds Oklahoma-liðs til að veita Miami verðuga samkeppni. Þeir misstu sjötta mann ársins í fyrra, James Harden, til Houston fyrir leiktíðina, þar sem hann hefur síðan blómstrað, en Kevin Durant hefur hins vegar aldrei leikið betur. Það er aðeins eitt sem kemur í veg fyrir að hann verði valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, og það er LeBron James. Áður en þeir geta keppt við Miami þurfa Oklahoma-liðar hins vegar að komast í gegnum skuggalega seigt lið San Antonio Spurs. Tony Parker hefur spilað með afbrigðum vel, og það mætti halda að besti kraftframherji sögunnar, Tim Duncan, sem verður 37 ára í næstu viku, hafi komist í tímavél, því að hann hefur átt sína bestu leiktíð í nokkur ár. Og svo má ekki gleyma New York Knicks, sem aldrei þessu vant stóðu sig með mikilli prýði, lentu í öðru sæti í austurdeildinni með funheitan Carmelo Anthony í broddi fylkingar og gætu gert usla ef allt fellur með þeim. Fyrsti leikur dagsins, og úrslitakeppninnar allrar, er einmitt leikur Knicks gegn vængbrotnu liði Boston Celtics í New York í kvöld. Í Boston-liðinu býr gríðarmikil reynsla af úrslitakeppni sem gæti skapað hörkurimmu. Önnur lið, sem hafa verið misstöðug í vetur, þurfa kraftaverk til að komast alla leið. En kraftaverkin geta gerst – hver átti svo sem von á að Dallas mundi hampa titlinum fyrir tveimur árum? Leiktíðin 2012-2013 í molumStephen Curry.Nordicphotos/AFPStephen Curry, leikstjórnandi Golden State Warriors, skoraði 272 þriggja stiga körfur á leiktíðinni og sló með því 269 körfu met Ray Allen frá 2006.Kevin Durant, framherji Oklahoma City Thunder, varð sjötti meðlimur svokallaðs 50-40-90-klúbbs. Í honum eru þeir leikmenn sem hafa á einni leiktíð náð 50% skotnýtingu, 40% þriggja stiga nýtingu og 90% vítanýtingu. Enginn leikmaður náði 20 stigum og 10 fráköstum að meðaltali í leik, í fyrsta sinn í sögunni. Í fyrra voru þeir þrír: Dwight Howard, Kevin Love og Blake Griffin.Nicolas Batus, franskur framherji Portland Trail Blazers, náði fimmfaldri fimmu (11 stig, 10 stoðsendingar, 5 fráköst, 5 varðir boltar og 5 stolnir boltar) á móti New Orleans Hornets, í fyrsta sinn síðan Andrei Kirilenko náði því árið 2006.Damian Lillard, samherji Batus hjá Portland, er nær öruggur um að verða valinn nýliði ársins. Hann skoraði 19 stig að meðaltali og gaf 6,5 stoðsendingar. Hann var valinn sjötti í nýliðavalinu og leita þarf aftur til 2007 til að finna nýliða ársins sem var valinn svo aftarlega. Hann var líka hjá Portland og hét Brandon Roy. Vesturdeild Damian Lillard.Nordicphotos/AFPOklahoma City Thunder (1) - Houst Rockets (8) James Harden mætir gömlu félögunum í Oklahoma. Á þó varla mikinn séns.San Antonio Spurs (2) - Los Angeles Lakers (7) Það þarf mikið að gerast til að Lakers hafi roð við Tim Duncan og félögum án Kobe Bryant.Denver Nuggets (3) - Golden State Warriors (6) Hér er bara eitt víst: Það verður mikið skorað og lítið varist. Getur fallið á hvorn veg sem er.Los Angeles Clippers (4) - Memphis Grizzlies (5) Þetta verður æsispennandi. Koma fimleikarnir Clippers fram hjá firnasterkri vörn Memphis? Austurdeild Miami Heat (1) - Milwaukee Bucks (8) Ef Miami-vélin rúllar ekki yfir þetta í fjórum leikjum þá væru það undur og stórmerki.New York Knicks (2) - Boston Celtics (7) Spútniklið Knicks mætir reynsluboltum Celtics. Gamlingjar í aðalhlutverki en Knicks hafa Carmelo.Indiana Pacers (3) - Atlanta Hawks (6) Ekki mest spennandi serían á pappírunum. Indiana ætti að fara nokkuð létt með þetta.Brooklyn Nets (4) - Chicago Bulls (5) Ef Deron Williams verður áfram í stuði geta Nets unnið bug á Bulls-vörninni. Annars ekki.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins