Óskar Ófeigur Jónsson hefur tekið saman mestu sveiflur í úrslitaeinvígjum um titilinn eftirsótta. Fyrir föstudagskvöldið var mesta sveiflan í sögunni í viðureign Grindavíkur og Njarðvíkur árið 1994. Heildarstigamunur á milli leikja var 51 stig.
Athygli vekur að ekkert lið sem hefur tapað leik í úrslitaeinvíginu með meira en 30 stiga mun hefur staðið uppi sem Íslandsmeistari. Grindavík getur því brotið blað í sögunni.
Keflavík á metið yfir stærsta tap í úrslitaeinvígi þar sem lið vinnur titilinn. Keflavík tapaði með 28 stigum í leik þrjú í lokaúrslitum á móti Val 1992, 67-95.
Samantekt Óskars Ófeigs má sjá hér fyrir neðan.
Mestu sveiflur í sögu úrslitaeinvígis karla

Leikur 1 Grindavík-Stjarnan 108-84
Leikur 2 Stjarnan-Grindavík 93-56
- Leikur 3 er í kvöld
51 stig - 1994
Leikur 3 Grindavík-Njarðvík 90-67
Leikur 4 Njarðvík-Grindavík 93-65
- Njarðvík vann einvígið 3-2
- Teitur Örlygsson lék með Njarðvík
50 stig - 1992
Leikur 3 Keflavík-Valur 67-95
Leikur 4 Valur-Keflavík 56-78
- Keflavík vann einvígið 3-2
45 stig - 2010
Leikur 4 Snæfell-Keflavík 73-82
Leikur 5 Keflavík-Snæfell 69-105
- Snæfell vann einvígið 3-2
41 stig - 1996
Leikur 1 Grindavík-Keflavík 66-75
Leikur 2 Keflavík-Grindavík 54-86
- Grindavík vann einvígið 4-2
41 stig - 2006
Leikur 2 Skallagrímur-Njarðvík 87-77
Leikur 3 Njarðvík-Skallagrímur 107-76
- Njarðvík vann einvígið 3-1
41 stig - 2010
Leikur 1 Keflavík-Snæfell 97-78
Leikur 2 Snæfell-Keflavík 91-69
- Snæfell vann einvígið 3-2
Lið sem hafa tapað með 30 stiga mun í lokaúrslitum

Keflavík 1991 (59-96 á móti Njarðvík) - tapaði einvíginu 2-3
Haukar 1993 (67-103 á móti Keflavík) - tapaði einvíginu 0-3
Keflavík 1996 (54-86 á móti Grindavík) - tapaði einvíginu 2-4
Skallagrímur 2006 (76-107 á móti Njarðvík) - tapaði einvíginu 1-3
Keflavík 2010 (69-105 á móti Snæfelli) - tapaði einvíginu 2-3
Stjarnan 2011 (78-108 á móti KR) - tapaði einvíginu 1-3
Grindavík 2013 (56-93 á móti Stjörnunni) - ???