Viðskipti erlent

Vill fá 45 milljarða fyrir íbúðahús í miðborg London

Dýrasta íbúðahús Bretlands er til sölu en eigandinn vill frá 250 milljónir punda eða nærri 45 milljarða króna fyrir húsið.

Húsið er yfir 16.000 fm að stærð og þar innandyra er því meira rými en á meðalstórum fótboltavelli. Húsið er staðsett við Carlton House Terrace í St. James Park í London og er því í næsta nágrenni við Buckingham höll og Trafalgar torg.

Talið er að eigandinn sé einn af meðlimum konungsfjölskyldunnar í Saudi Arabíu en eignarhaldið á húsinu er skráð á Jómfrúreyjum. Í húsinu sem er sex hæðir er m.a. voldugur tvöfaldur stigi og risastórt dansgólf.

Í frétt um málið í Daily Mail segir að vegna hins háa verðs verði kaupandi hússins að borga meir en 3 milljarða króna í stimpilgjöld.  Ennfremur segir að talið sé víst að ef að húsið selst muni kaupandinn verða af erlendu bergi brotinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×