Körfubolti

NBA í nótt: Versta tap Lakers á heimavelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmönnum Lakers var ekki skemmt í nótt.
Leikmönnum Lakers var ekki skemmt í nótt. Mynd/AP
LA Lakers er við það að falla úr leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir slæmt tap fyrir San Antonio Spurs, 120-89, á heimavelli sínum í nótt.

Þetta er versta tap félagsins á heimavelli í sögu þess í úrslitakeppninni og er Lakers nú komið 3-0 undir í rimmunni. San Antonio getur klárað dæmið annað kvöld.

Tim Duncan var með 26 stig og níu fráköst og þá var Tony Parker með 20 stig fyrir San Antonio.

Lakers var án sinna fjögurra bestu bakvarða í leiknum. Kobe Bryant sleit nýverið hásin og þá eru Steve Nash, Jodie Meeks og Steve Blake einnig meiddir. Í fjarveru þeirra var Dwight Howard stigahæstur með 25 stig. Pau Gasol náði þrefaldri tveinnu en hann var með ellefu stig, þrettán fráköst og tíu stoðsendingar.

New York vann Boston, 90-76, og er þar með komið með 3-0 forystu í einvíginu. New York komst síðast í aðra umferð úrslitakeppninnar fyrir þrettán árum síðan.

Carmelo Anthony skoraði 26 stig fyrir New York og Raymond Felton fimmtán. Jeff Green skoraði 21 stig fyrir Boston.

JR Smith verður mögulega dæmdur í leikbann en honum var vísað af velli fyrir að gefa Jason Terry, leikamnni Boston, olnbogaskot.

Golden State vann Denver, 110-108, og tók þar með 2-1 forystu í einvíginu. stephen Curry var í vandræðum með meiðsli á ökkla en spilaði engu að síður. Hann skoraði 29 stig og gaf ellefu stoðsendingar.

Andre Iguodala fékk tækifæri til að tryggja Denver sigur með þriggja stiga flautukörfu en hann hitti ekki. Ty Lawson skoraði 35 stig fyrir Denver.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×