Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, leikmaður KR, fékk olnbogann í munninn í fjórða leik Keflavíkur og KR um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld.
Atvikið átti sér stað í upphafi síðari hálfleiks og þurfti hún að fara beint til tannlæknis þar sem framtönn hennar skemmdist. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sagði í viðtali eftir leikinn að brotthvarf Gróu hefði verið mikið áfall fyrir sitt lið.
„Við urðum fyrir áfalli í þriðja leikhluta þegar þær gjörsamlega slá tönnina úr Gróu og hún getur eki verið meira með. Í kjölfarið klikkuðum við úr tveimur auðveldum færum og leikurinn tapast. Við misstum þær frá okkur og náðum ekki að brúa bilið," sagði Finnur Freyr í leikslok.
Sjöþrautarkempan Helga Margrét Þorsteinsdóttir, systir varnarmannsins magnaða, fór með systur sinni til tannlæknis og birti þessa mynd á Twitter-síðu sinni í kvöld.
Myndinni fylgdu skilaboð frá stoltri systur sem lesa má hér að neðan.
Guðrún Gróa systir mín gaf allt sem hún átti í síðasta leik tímabilsins en þvi miður varð hún frá að hverfa i byrjun seinnihálfleiks eftir að hafa fengið slæmt olnbogaskot á kjaftinn, núna er unnið hörðum höndum að þvi að bjarga framtönninni. Þvilikur nagli sem groa er, einn skurður og saumur á ennið, glóðurauga og skemmd framtönn var það sem þessi urslitakeppni kostaði. Allt KR liðið á mikið hrós skilið fyrir hetjulega baráttu i kvöld, megið vera stoltar. - Helga Margrét Þorsteinsdóttir
Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Fór beint til tannlæknis

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 70-82 | Keflavík Íslandsmeistari
Keflavík er Íslandsmeistari í körfuknattleik kvenna eftir 82-70 sigur á KR í fjórða leik liðanna í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Keflavík varð þrefaldur meistari í ár.

Pálína valin besti leikmaðurinn
Pálína Gunnlaugsdóttir hjá Keflavík var í kvöld valinn besti leikmaður úrslitakeppni kvenna í körfuknattleik.