Viðskipti erlent

Innkalla 3.4 milljónir bíla

MYND/GETTY
Fjórir japanskir bílaframleiðendur hafa innkallað hátt í þrjár komma fimm milljónir bíla vegna bilana í loftpúðum.

Þetta eru fyrirtækin Toyota, Honda, Nissan og Mazda. Talsmaður Toyota sagði að bilunin væri rakin til gallaðra íhluta í loftpúðakerfinu.

Þessi bilun orsakar slit í púðanum. Fyrirtækin fullyrða að engin slys á fólki megi rekja til þessa bilana. Jafnframt verður skipt um loftpúða, eigendum að kostnaðarlausu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×