Grindvíkingar stórhuga og þurfa engin lán Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2013 11:17 Róbert Ragnarsson bæjarstjóri. Grindvíkingar reikna með að verja milljarði króna í uppbyggingu á íþróttasvæði bæjarins á næstu fjórum árum. Verkið er á leið í útboð en sveitafélagið þarf ekki að taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar. „Við eigum peninga. Við skuldum eiginlega ekki neitt og við höfum lagað til í rekstrinum síðustu tvö til þrjú ár. Reksturinn er kominn í mjög fínt form," segir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkur. Nýja mannvirkið á að sameina íþróttahúsið, sundlaugina og íþróttasvæði utanhúss. „Þetta verður eitt hjarta," segir Róbert en auk þess verður félagsaðstaða fyrir allar deildir íþróttafélagsins, kvenfélagið í bænum auk þess sem þar verður samskomusalur. Stór breyting verður gerð á íþróttasalnum sem verður lengdur um 67 prósent. Salurinn uppfyllir reglugerðir fyrir körfuboltavöll en ekki handboltavöll. „Öryggissvæðið fyrir aftan körfurnar er í algjöru lágmarki. Svo þegar við erum að fá upp í þúsund áhorfendur á leiki eins og tilfellið er þessa dagana er þröngt á þingi. Við gerum ráð fyrir að vera alltaf í þeirri stöðu," segir Róbert. Körfuknattleikslið Grindavíkur tryggði sér einmitt sæti í úrslitum á Íslandsmóti karla í gærkvöldi en liðið er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. Grindvíkingar hugsa enn lengra en til 2016. Framkvæmdirnar sem má sjá í myndbandinu hér að ofan eru bara fyrsti áfangi. Þegar þeim verður lokið árið 2016 er sundlaug innanhúss á dagskrá og þar á eftir fjölnota íþróttahús. Ólíkt öðrum sveitafélögum er reksturinn í blóma í Grindavík. „Ég held að það séu varla margir í þessari stöðu. Við seldum hluta okkar í Hitaveitu Suðurnesja fyrir um sex árum þannig að sveitarfélagið eignaðist sjóð þar," segir Róbert. Þann sjóð hafi Grindvíkingar notað til þess að greiða niður allar skuldir. „Við vorum í rekstrarvandræðum eins og flestallir aðrir en höfum náð að taka til í rekstrinum."Grindvíkingar fögnuðu í Vesturbænum í gær.Mynd/DaníelRóbert segir að kostnaðaráætlun fyrir fyrsta áfanga hljómi upp á 700-800 milljónir króna. „Ætli þetta endi ekki í milljarði með hækkun á byggingavísitölu og öðrum þáttum," segir Róbert. Bærinn skili um 300 milljónum króna í hagnað árlega. Veltuféð megi nota en auk þess eigi bærinn sjóð sem stendur í 1,4 milljörðum króna í dag. Róbert reiknar með því að taka um 400 milljónir af þessum sjóð fyrir verkefnið. „Markmið bæjarstjórnar er að eiga á hverjum tíma alltaf milljarð í sjóð." Það er þó fleira sem spilar inn í hvað góða fjárhagsstöðu Grindavíkur varðar en salan á hlut bæjarins í hitaveitunni. „Ólíkt öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum hefur ekki verið svo mikið atvinnuleysi hérna. Sjávarútvegurinn hefur gengið vel og sömuleiðis ferðaþjónustan í kringum Bláa lónið. Við höfum ekki orðið fyrir sama tekjumissi og mörg önnur sveitarfélög," segir Róbert.Grindavík Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira
Grindvíkingar reikna með að verja milljarði króna í uppbyggingu á íþróttasvæði bæjarins á næstu fjórum árum. Verkið er á leið í útboð en sveitafélagið þarf ekki að taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar. „Við eigum peninga. Við skuldum eiginlega ekki neitt og við höfum lagað til í rekstrinum síðustu tvö til þrjú ár. Reksturinn er kominn í mjög fínt form," segir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkur. Nýja mannvirkið á að sameina íþróttahúsið, sundlaugina og íþróttasvæði utanhúss. „Þetta verður eitt hjarta," segir Róbert en auk þess verður félagsaðstaða fyrir allar deildir íþróttafélagsins, kvenfélagið í bænum auk þess sem þar verður samskomusalur. Stór breyting verður gerð á íþróttasalnum sem verður lengdur um 67 prósent. Salurinn uppfyllir reglugerðir fyrir körfuboltavöll en ekki handboltavöll. „Öryggissvæðið fyrir aftan körfurnar er í algjöru lágmarki. Svo þegar við erum að fá upp í þúsund áhorfendur á leiki eins og tilfellið er þessa dagana er þröngt á þingi. Við gerum ráð fyrir að vera alltaf í þeirri stöðu," segir Róbert. Körfuknattleikslið Grindavíkur tryggði sér einmitt sæti í úrslitum á Íslandsmóti karla í gærkvöldi en liðið er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. Grindvíkingar hugsa enn lengra en til 2016. Framkvæmdirnar sem má sjá í myndbandinu hér að ofan eru bara fyrsti áfangi. Þegar þeim verður lokið árið 2016 er sundlaug innanhúss á dagskrá og þar á eftir fjölnota íþróttahús. Ólíkt öðrum sveitafélögum er reksturinn í blóma í Grindavík. „Ég held að það séu varla margir í þessari stöðu. Við seldum hluta okkar í Hitaveitu Suðurnesja fyrir um sex árum þannig að sveitarfélagið eignaðist sjóð þar," segir Róbert. Þann sjóð hafi Grindvíkingar notað til þess að greiða niður allar skuldir. „Við vorum í rekstrarvandræðum eins og flestallir aðrir en höfum náð að taka til í rekstrinum."Grindvíkingar fögnuðu í Vesturbænum í gær.Mynd/DaníelRóbert segir að kostnaðaráætlun fyrir fyrsta áfanga hljómi upp á 700-800 milljónir króna. „Ætli þetta endi ekki í milljarði með hækkun á byggingavísitölu og öðrum þáttum," segir Róbert. Bærinn skili um 300 milljónum króna í hagnað árlega. Veltuféð megi nota en auk þess eigi bærinn sjóð sem stendur í 1,4 milljörðum króna í dag. Róbert reiknar með því að taka um 400 milljónir af þessum sjóð fyrir verkefnið. „Markmið bæjarstjórnar er að eiga á hverjum tíma alltaf milljarð í sjóð." Það er þó fleira sem spilar inn í hvað góða fjárhagsstöðu Grindavíkur varðar en salan á hlut bæjarins í hitaveitunni. „Ólíkt öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum hefur ekki verið svo mikið atvinnuleysi hérna. Sjávarútvegurinn hefur gengið vel og sömuleiðis ferðaþjónustan í kringum Bláa lónið. Við höfum ekki orðið fyrir sama tekjumissi og mörg önnur sveitarfélög," segir Róbert.Grindavík
Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira