Grindvíkingar stórhuga og þurfa engin lán Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2013 11:17 Róbert Ragnarsson bæjarstjóri. Grindvíkingar reikna með að verja milljarði króna í uppbyggingu á íþróttasvæði bæjarins á næstu fjórum árum. Verkið er á leið í útboð en sveitafélagið þarf ekki að taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar. „Við eigum peninga. Við skuldum eiginlega ekki neitt og við höfum lagað til í rekstrinum síðustu tvö til þrjú ár. Reksturinn er kominn í mjög fínt form," segir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkur. Nýja mannvirkið á að sameina íþróttahúsið, sundlaugina og íþróttasvæði utanhúss. „Þetta verður eitt hjarta," segir Róbert en auk þess verður félagsaðstaða fyrir allar deildir íþróttafélagsins, kvenfélagið í bænum auk þess sem þar verður samskomusalur. Stór breyting verður gerð á íþróttasalnum sem verður lengdur um 67 prósent. Salurinn uppfyllir reglugerðir fyrir körfuboltavöll en ekki handboltavöll. „Öryggissvæðið fyrir aftan körfurnar er í algjöru lágmarki. Svo þegar við erum að fá upp í þúsund áhorfendur á leiki eins og tilfellið er þessa dagana er þröngt á þingi. Við gerum ráð fyrir að vera alltaf í þeirri stöðu," segir Róbert. Körfuknattleikslið Grindavíkur tryggði sér einmitt sæti í úrslitum á Íslandsmóti karla í gærkvöldi en liðið er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. Grindvíkingar hugsa enn lengra en til 2016. Framkvæmdirnar sem má sjá í myndbandinu hér að ofan eru bara fyrsti áfangi. Þegar þeim verður lokið árið 2016 er sundlaug innanhúss á dagskrá og þar á eftir fjölnota íþróttahús. Ólíkt öðrum sveitafélögum er reksturinn í blóma í Grindavík. „Ég held að það séu varla margir í þessari stöðu. Við seldum hluta okkar í Hitaveitu Suðurnesja fyrir um sex árum þannig að sveitarfélagið eignaðist sjóð þar," segir Róbert. Þann sjóð hafi Grindvíkingar notað til þess að greiða niður allar skuldir. „Við vorum í rekstrarvandræðum eins og flestallir aðrir en höfum náð að taka til í rekstrinum."Grindvíkingar fögnuðu í Vesturbænum í gær.Mynd/DaníelRóbert segir að kostnaðaráætlun fyrir fyrsta áfanga hljómi upp á 700-800 milljónir króna. „Ætli þetta endi ekki í milljarði með hækkun á byggingavísitölu og öðrum þáttum," segir Róbert. Bærinn skili um 300 milljónum króna í hagnað árlega. Veltuféð megi nota en auk þess eigi bærinn sjóð sem stendur í 1,4 milljörðum króna í dag. Róbert reiknar með því að taka um 400 milljónir af þessum sjóð fyrir verkefnið. „Markmið bæjarstjórnar er að eiga á hverjum tíma alltaf milljarð í sjóð." Það er þó fleira sem spilar inn í hvað góða fjárhagsstöðu Grindavíkur varðar en salan á hlut bæjarins í hitaveitunni. „Ólíkt öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum hefur ekki verið svo mikið atvinnuleysi hérna. Sjávarútvegurinn hefur gengið vel og sömuleiðis ferðaþjónustan í kringum Bláa lónið. Við höfum ekki orðið fyrir sama tekjumissi og mörg önnur sveitarfélög," segir Róbert.Grindavík Íþróttir Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Grindvíkingar reikna með að verja milljarði króna í uppbyggingu á íþróttasvæði bæjarins á næstu fjórum árum. Verkið er á leið í útboð en sveitafélagið þarf ekki að taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar. „Við eigum peninga. Við skuldum eiginlega ekki neitt og við höfum lagað til í rekstrinum síðustu tvö til þrjú ár. Reksturinn er kominn í mjög fínt form," segir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkur. Nýja mannvirkið á að sameina íþróttahúsið, sundlaugina og íþróttasvæði utanhúss. „Þetta verður eitt hjarta," segir Róbert en auk þess verður félagsaðstaða fyrir allar deildir íþróttafélagsins, kvenfélagið í bænum auk þess sem þar verður samskomusalur. Stór breyting verður gerð á íþróttasalnum sem verður lengdur um 67 prósent. Salurinn uppfyllir reglugerðir fyrir körfuboltavöll en ekki handboltavöll. „Öryggissvæðið fyrir aftan körfurnar er í algjöru lágmarki. Svo þegar við erum að fá upp í þúsund áhorfendur á leiki eins og tilfellið er þessa dagana er þröngt á þingi. Við gerum ráð fyrir að vera alltaf í þeirri stöðu," segir Róbert. Körfuknattleikslið Grindavíkur tryggði sér einmitt sæti í úrslitum á Íslandsmóti karla í gærkvöldi en liðið er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. Grindvíkingar hugsa enn lengra en til 2016. Framkvæmdirnar sem má sjá í myndbandinu hér að ofan eru bara fyrsti áfangi. Þegar þeim verður lokið árið 2016 er sundlaug innanhúss á dagskrá og þar á eftir fjölnota íþróttahús. Ólíkt öðrum sveitafélögum er reksturinn í blóma í Grindavík. „Ég held að það séu varla margir í þessari stöðu. Við seldum hluta okkar í Hitaveitu Suðurnesja fyrir um sex árum þannig að sveitarfélagið eignaðist sjóð þar," segir Róbert. Þann sjóð hafi Grindvíkingar notað til þess að greiða niður allar skuldir. „Við vorum í rekstrarvandræðum eins og flestallir aðrir en höfum náð að taka til í rekstrinum."Grindvíkingar fögnuðu í Vesturbænum í gær.Mynd/DaníelRóbert segir að kostnaðaráætlun fyrir fyrsta áfanga hljómi upp á 700-800 milljónir króna. „Ætli þetta endi ekki í milljarði með hækkun á byggingavísitölu og öðrum þáttum," segir Róbert. Bærinn skili um 300 milljónum króna í hagnað árlega. Veltuféð megi nota en auk þess eigi bærinn sjóð sem stendur í 1,4 milljörðum króna í dag. Róbert reiknar með því að taka um 400 milljónir af þessum sjóð fyrir verkefnið. „Markmið bæjarstjórnar er að eiga á hverjum tíma alltaf milljarð í sjóð." Það er þó fleira sem spilar inn í hvað góða fjárhagsstöðu Grindavíkur varðar en salan á hlut bæjarins í hitaveitunni. „Ólíkt öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum hefur ekki verið svo mikið atvinnuleysi hérna. Sjávarútvegurinn hefur gengið vel og sömuleiðis ferðaþjónustan í kringum Bláa lónið. Við höfum ekki orðið fyrir sama tekjumissi og mörg önnur sveitarfélög," segir Róbert.Grindavík
Íþróttir Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira