Dvergurinn Peter Dinklage, sem hefur gert það gott í sjónvarpsseríunni Game of Thrones, er ekki dæmigerð Hollywood-stjarna. Hann segist ekki vera kyntákn í viðtali við Playboy.
“Ég get ekki sett á mig sólgleraugu og hatt og horfið. Ég er 1,35 metrar á hæð þannig að ég sker mig alltaf úr,” segir Peter. Hann hefur verið kallaður kyntákn en segist taka því með fyrirvara.
Frábær í Game of Thrones.“Fólk segir að ég sé sexí en konur falla samt frekar fyrir gaurum sem eru 1,90 metrar á hæð. Það er frábært að fólk skuli hugsa út fyrir rammann en ég trúi því ekki í eina mínútu,” segir hinn orðheppni Peter.