Telur að eitrað hafi verið fyrir Jordan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2013 11:15 Jordan kastar mæðinni í fimma leiknum í Salt Lake City 1997. Nordicphotos/Getty Ein magnaðasta frammistaða körfuboltakappans Michael Jordan var vafalítið í 90-88 sigri Chicago Bulls á Utah Jazz í úrslitum NBA árið 1997. Jordan gekk ekki heill til skógar í leiknum. Honum var óglatt og glímdi við mikla vanlíðan. Þrátt fyrir það sallaði Jordan niður 38 stigum og er leikurinn reglulega rifjaður upp af körfuboltaunnendum til marks um ótrúlegt keppnisskap Jordan. Hefur leikurinn í daglegu tali verið kallaður „Flensuleikurinn". Sigurinn kom Chicago í 3-2 stöðu í einvíginu og svo fór að liðið tryggði sér meistaratitilinn í sjötta leiknum í Chicago. Þar var Jordan samur við sig, skoraði 39 stig og tryggði liðinu sinn annan meistaratitil á tveimur árum. Liðið bætti þeim þriðja í safnið ári síðar.Í nýlegu viðtali við Tim Grover, sem þjálfaði Jordan í langan tíma, telur hann afar líklegt að eitrað hafi verið fyrir kappanum. Þannig hafi liðið dvalið á hóteli í Salt Lake City þegar hungur hafi gert vart við sig kvöldið fyrir leik. Herbergisþjónusta stóð ekki til boða svo brugðið var á það ráð að panta pizzu. „Við höfðum verið þarna í nokkurn tíma þannig að það vissu allir hvar við dvöldum," segir Grover. Fimm menn hafi mætt með pizzuna og Grover segist hafa sagt að hann hefði slæma tilfinningu fyrir þessu.Scottie Pippen hjálpar Jordan af vellinum í leiknum í Salt Lake City.Nordicphotos/Getty„Af öllum leikmönnunum þá var MJ (Michael Jordan) sá eini sem borðaði. Enginn annar fékk sér bita. Klukkan tvö um nóttina fékk ég svo símtal og boð um að mæta til hans í herbergið. Þá lá hann í rúminu í fósturstellingunni," segir Grover. Hann sagði strax við Jordan að um matareitrun væri að ræða, ekki flensu. Áhugavert er að velta fyrir sér hversu mikið hefur breyst á fimmtán árum. Í dag myndu kokkar liðsins elda mat að ósk leikmanna liðsins. Á þessum tíma þurfti hins vegar besti körfuboltamaður í heimi að panta sér pizzu á einhverjum óþekktum pizzustað í Salt Lake City til að fá að borða. Hins vegar þarf ekki að vera óeðlilegt að fimm menn hafi mætt með pizzuna enda allir vonast eftir að hitta einhverja af stórstjörnum Chicago Bulls. Nánar hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. NBA Tengdar fréttir Þau mætast í úrslitakeppni NBA Síðustu leikirnir í deildakeppni NBA-körfuboltans fóru fram í nótt og nú er ljóst hvaða sextán lið mætast í úrslitakeppninni. 18. apríl 2013 09:24 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira
Ein magnaðasta frammistaða körfuboltakappans Michael Jordan var vafalítið í 90-88 sigri Chicago Bulls á Utah Jazz í úrslitum NBA árið 1997. Jordan gekk ekki heill til skógar í leiknum. Honum var óglatt og glímdi við mikla vanlíðan. Þrátt fyrir það sallaði Jordan niður 38 stigum og er leikurinn reglulega rifjaður upp af körfuboltaunnendum til marks um ótrúlegt keppnisskap Jordan. Hefur leikurinn í daglegu tali verið kallaður „Flensuleikurinn". Sigurinn kom Chicago í 3-2 stöðu í einvíginu og svo fór að liðið tryggði sér meistaratitilinn í sjötta leiknum í Chicago. Þar var Jordan samur við sig, skoraði 39 stig og tryggði liðinu sinn annan meistaratitil á tveimur árum. Liðið bætti þeim þriðja í safnið ári síðar.Í nýlegu viðtali við Tim Grover, sem þjálfaði Jordan í langan tíma, telur hann afar líklegt að eitrað hafi verið fyrir kappanum. Þannig hafi liðið dvalið á hóteli í Salt Lake City þegar hungur hafi gert vart við sig kvöldið fyrir leik. Herbergisþjónusta stóð ekki til boða svo brugðið var á það ráð að panta pizzu. „Við höfðum verið þarna í nokkurn tíma þannig að það vissu allir hvar við dvöldum," segir Grover. Fimm menn hafi mætt með pizzuna og Grover segist hafa sagt að hann hefði slæma tilfinningu fyrir þessu.Scottie Pippen hjálpar Jordan af vellinum í leiknum í Salt Lake City.Nordicphotos/Getty„Af öllum leikmönnunum þá var MJ (Michael Jordan) sá eini sem borðaði. Enginn annar fékk sér bita. Klukkan tvö um nóttina fékk ég svo símtal og boð um að mæta til hans í herbergið. Þá lá hann í rúminu í fósturstellingunni," segir Grover. Hann sagði strax við Jordan að um matareitrun væri að ræða, ekki flensu. Áhugavert er að velta fyrir sér hversu mikið hefur breyst á fimmtán árum. Í dag myndu kokkar liðsins elda mat að ósk leikmanna liðsins. Á þessum tíma þurfti hins vegar besti körfuboltamaður í heimi að panta sér pizzu á einhverjum óþekktum pizzustað í Salt Lake City til að fá að borða. Hins vegar þarf ekki að vera óeðlilegt að fimm menn hafi mætt með pizzuna enda allir vonast eftir að hitta einhverja af stórstjörnum Chicago Bulls. Nánar hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
NBA Tengdar fréttir Þau mætast í úrslitakeppni NBA Síðustu leikirnir í deildakeppni NBA-körfuboltans fóru fram í nótt og nú er ljóst hvaða sextán lið mætast í úrslitakeppninni. 18. apríl 2013 09:24 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira
Þau mætast í úrslitakeppni NBA Síðustu leikirnir í deildakeppni NBA-körfuboltans fóru fram í nótt og nú er ljóst hvaða sextán lið mætast í úrslitakeppninni. 18. apríl 2013 09:24