Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grindavík 93-56 | Stjarnan slátraði meisturunum Jón Júlíus Karlsson í Ásgarði skrifar 19. apríl 2013 10:29 Mynd/Vilhelm Stjarnan jafnaði metin gegn Grindavík í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Domino's deild karla í körfuknattleik eftir stórsigur í Ásgarði í kvöld, 93-56. Staðan er nú 1-1 í einvígi liðana. Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur og komust í 5-0. Fannar Helgason setti tóninn og hóf leikinn með flottum þrist. Stjörnumenn náðu yfirhöndinni og höfðu forystuna allan fyrsta leikhluta. Sigurður Þorsteinsson hjá Grindavík lenti snemma í villuvandræðum og fékk sína þriðju villu um miðjan fyrsta leikhluta. Hann var því tekinn útaf. Stjörnumenn yfir eftir fyrsta leikhluta, 23-18. Heimamenn tók öll völd í öðrum leikhluta. Liðið fór illa með gestina trekk í trekk og náðu með góðum varnarleik og öguðum sóknarleik góðri forystu. Grindvíkingar áttu í miklum erfiðleikum í sóknarleiknum og ekki batnaði ástandið þegar Sigurður Þorsteinsson nældi sér í sína fjórðu villu eftir um 15 mínútna leik. Samuel Zeglinski hélt Grindavík hreinlega inni í leiknum með tveimur þristum í röð um miðjan leikhlutann. Stjörnumenn yfir 49-34 í hálfleik. Ef Grindavík ætlaði að eiga möguleika á sigri í þessum leik þá þurftu þeir að svara fyrir sig í þriðja leikhluta. Því miður fyrir Grindvíkinga þá gerðu þeir það ekki. Sóknarleikurinn var ennþá slakur og Stjörnumenn virtust hitta úr nánast öllum skotum. Stjörnumenn skildu Grindvíkinga hreinlega eftir og staðan fyrir lokaleikhlutann, 75-48. Grindvíkingar voru hreint út sagt átakanlega lélegir í þessum leik. Það tók þá rúmar sjö mínútur að komast á blað í fjórða leikhluta og það gerði Jón Axel Guðmundsson. Stjörnumenn leyfðu varamönnunum sínum að spila síðustu mínúturnar í leiknum og þrátt fyrir það gekk ekkert hjá Grindvíkingum. Lokaúrslit 91-56. Körfuboltans vegna þá skulum við vona að Grindvíkingar mæti til leiks í næsta leik enda var frammistaða liðsins í kvöld vandræðaleg. Stjörnumenn geta verið gríðarlega sáttir með sína menn. Þeir léku frábærlega og hreinlega völtuðu yfir ríkjandi Íslandsmeistara. Stemmningin í Ásgarði frábær og heimamenn auðvitað kátir með frammistöðu sinna manna. Vonandi verður þó meiri spenna í þriðja leik liðana næstkomandi mánudag.Teitur Örlygs.: Látum þennan sigur ekki stíga okkur til höfuðs „Ég er gríðarlega sáttur. Einbeitingin hjá mínum mönnum var algjörlega til fyrirmyndar og það sést á tölfræðinni að við fáum mjög gott framlag frá hverjum einasta leikmanni,“ segir Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir frækinn sigur sinna manna gegn Grindavík í kvöld. „Öll fríu skotin sem Grindavík fékk að taka í síðasta leik sáust ekki í kvöld. Við vörðumst frábærlega. Þeir tóku mörg erfið skot og við vorum að frákasta vel. Okkar leikur var mjög jafn í kvöld. Nú er staðan 1-1. Í seríunni gegn Snæfelli þá byrjaði þetta svona en svo fórum við í Stykkishólm og unnum. Við ætlum að gera það sama á mánudag.“ Teitur segir það litlu skipta að hafa unnið leikinn jafn sannfærandi og raunin varð í kvöld. „Það gefur okkur ekkert að vinna leikinn svona afgerandi og það getur virkað akkúrat öfugt á menn þegar of stórir sigrar vinnast. Við gerum okkur grein fyrir því, ég er með gamalt og reynslumikið lið. Við látum þennan sigur ekki stíga okkur til höfuðs. Við ætlum að taka það besta úr þessum leik og flytja það með okkur í næsta leik,“ segir Teitur átti þó ekki von á því að vinna svona stórt í kvöld. „Grindvíkingar gáfu þennan leik frá sér, frekar snemma. Munurinn var svona stór því við vorum að spila mjög vel. Um leið og annað liðið slakar á þá er kominn 20-30 stiga munur. Menn verða að halda einbeitingu. Það var frábær stemmning í húsinu og það væri gaman að sjá enn fleiri bláa í næsta heimaleik.“Sverrir Þór: Okkur var pakkað saman „Mér líður auðvitað ekki vel eftir þennan leik. Okkur var pakkað saman,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur eftir tapið í leiknum í kvöld. „Við ætluðum okkur miklu meira í þessum leik en það sem við sýndum í kvöld. Við vorum aldrei klárir í þennan leik. Ég get ekki komið því í orð hvað gerðist eiginlega. Ef ég vissi það þá hefði ég kippt því í lag í sjálfum leiknum. Við vorum mjög slakir varnarlega, leyfðum þeim að bakka langt inn í teig og gáfum þeim auðveld skot. Við hittum hreinlega ekki neitt – hvort sem við vorum aleinir undir körfunni eða vítalínunni. Það fór ekkert niður. Lið vinna ekki leik þegar allt er í ólagi.“ Það sem kannski kristallar hve dapur leikur Grindavíkur var í kvöld var að liðið skoraði ekki stig í fjórða leikhluta fyrr en eftir rúmar sex mínútur. „Það er auðvitað hrikalega dapurt. Leikurinn var reyndar tapaður á því augnabliki og hausinn á mönnum líklega endanlega farinn.“ Næsti leikur þessara liða er á mánudag sem gefur Grindvíkingum helgina til að jafna sig eftir brotlendinguna í kvöld. „Ég hef ekki trú á öðru en að mínir menn vilji sýna úr hverju þeir eru gerðir og við getum gert það í þriðja leik á mánudag.“Jarrid Frye: Vildum gera þeim lífið leitt „Í úrslitakeppni þá vill maður nýta heimavöllinn og við gerðum það í kvöld. Við gáum okkur tækifæri á að vinna titilinn,“ sagði Jarrid Fyre eftir sigur Stjörnunnar í kvöld. Frye átti fínan leik hjá Stjörnunni og skoraði 15 stig en hann fékk góða hvíld í kvöld og lék aðeins tæpar 27 mínútur. „Þegar við leikum fast og af krafti þá geta góðir hlutir gerst. Við vildum gera þeim lífið leitt. Í síðasta leik þá voru þeir að fá auðveldar körfur og við vorum staðráðnir í að láta það ekki gerast í kvöld. Grindavík er gott lið þó að við færum létt með þá í kvöld. Nú þurfum við að fara á þeirra heimavöll og ná sigri og við einblínum á það,“ segir Frye. „Við þurfum að halda svona áfram. Við erum frábært lið þegar við leikum svona saman, sérstaklega varnarlega.“Stjarnan-Grindavík 93-56 (23-18, 26-16, 26-14, 18-8)Stjarnan: Justin Shouse 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Jarrid Frye 15/6 fráköst, Brian Mills 14, Marvin Valdimarsson 13/6 fráköst, Jovan Zdravevski 12/7 fráköst, Fannar Freyr Helgason 9/10 fráköst, Dagur Kár Jónsson 5, Sæmundur Valdimarsson 4, Kjartan Atli Kjartansson 3, Oddur Rúnar Kristjánsson 2.Grindavík: Aaron Broussard 20, Samuel Zeglinski 15/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9, Jóhann Árni Ólafsson 4/7 fráköst, Davíð Ingi Bustion 4, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2/5 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 2, Ólafur Ólafsson 0/5 fráköst.Leik lokið | 93-56 | Leiknum er lokið hér í Ásgarði með stórsigri Stjörnunnar. Heimamenn völtuðu hreinlega yfir gestina. Stjörnumenn voru frábærir í kvöld en að sama skapi þá voru Grindvíkingar skelfilegir.37. min | 84-52 | Viti menn Grindavík komið á blað í fjórða leikhluta.36. min | 82-48 | Siggi Þorsteins fær sína fimmtu villu. Grindavík er hins vegar ekki enn búið að skora stig í fjórða leikhluta.33. min | 80-48 | Þetta er orðið vandræðalegt fyrir Grindavík. Þeir eru ekki enn búnir að skora stig í fjórða leikhluta.Þriðja leikhluta lokið | 75-48 | Stjörnumenn eru svo gott sem búnir að ganga frá þessum leik. Aðeins kraftaverk gæti komið Grindavíkurmönnum aftur inn í leikinn. Stjörnumenn hafa verið stórkostlegir.30. min | 75-48 | Justin Shouse átti svaðalegan einleik upp völlinn, plataði alla Grindavíkurvörnina, setti sniðskot niður og fékk villu að auki. Snilld.29. min | 72-48 | Stjörnumenn slaka ekkert á og ætla greinilega að kvitta hressilega fyrir tapið í stíðasta leik. Grindvíkingar virðast ráðalausir.28. min | 69-45 | Jovan einnig með þrist. Heimamenn fara hamförum.27. min | 64-44 | Það gengur allt upp hjá Stjörnumönnum. Mills setur niður þrist og þetta lítur mjög vel út hjá heimamönnum.26. min | 61-42 | Stjörnumenn eru að pakka Íslandsmeisturunum saman. Sverrir tekur leikhlé. Það gengur ekkert hjá gestunum en Stjörnumenn eru yfirvegaðir og nýta sóknir sínar vel.24. min | 57-40 | Stjörnumenn hafa góða stjórn á þessum leik.22. min | 51-36 | Broussard treður fyrir Grindavík og kveikir í stuðningsmönnum.Hálfleikur | 49-34 | Grindvíkingar þurfa að skerpa sóknarleikinn í seinni hálfleik ef þeir ætla að eiga möguleika gegn heimamönnum. Spennandi verður að sjá hvað Sverrir Þór mun láta sína menn gera í seinni hálfleik. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar getur hins vegar nokkuð kátur með sína menn sem voru mjög góðir í fyrri hálfleik.Stigaskor leikmanna | Marvin og Jarrid eru komnir með 11 stig hjá Stjörnunni og Justin 9. Hjá Grindavík er Aaron Broussard kominn með 14 stig og Samuel Zeglinski 10.Hálfleikur | 49-34 | Búið að flauta til hálfleiks hér í Ásgarði. Stjörnumenn voru mjög góðir í fyrri hálfleik og skora 49 stig. Grindvíkingar eru hins vegar nokkuð frá sínu besta, sér í lagi í sóknarleiknum.19. min |44-30 | Dagur Kár Jónsson skorar þrist fyrir Stjörnuna sem eru með góða forystu17. min | 36-26 | Zeglinski skorar tvo þrista í röð á 15 sekúndum og lagar stöðuna fyrir gula.16. min | 34-20 | Sigurður Þorsteinsson var að fá sína fjórðu villu og Stjörnumenn skora í kjölfarið.15 min | 34-20 | Stjörnumenn hafa byrjað þennan leikhluta mjög vel og varist af krafti. Grindvíkingar eru í vandræðum.13. min | 30-18 | Það gengur ekkert í sóknarleiknum hjá Grindavík. Sverrir tekur leikhlé enda eru Stjörnuenn komnir 12 stigum yfir.12. min | 25-18 | Ég veit ekki hvort þið trúið því en Kjartan Atli Kjartansson var rétt í þessu að blokka Ryan Pettinella.!Fyrsta leikhluta lokið | 23-18 | Aaron Broussard skoraði síðustu stig leikhluta. Stjörnumenn hafa verið sterkari fram til þessa en Grindvíkingar eru aldrei langt undan.9. min: | 20-14 | Frye lyftir sér upp og setur niður þrist. Stjörnumenn með yfirhöndina.8. min | 17-10 | Grindvíkinga brjóta mikið og eru komnir með sex villur í leikhlutanum. Þrjár hjá Stjörnunni.7. min | 14-8 | Siggi Þorsteins er kominn með þrjá villur og er tekinn af velli. Davíð Ingi Bustion leysir hann af hólmi.6. min | 12-8 | Zeglinski hendir sér skemmtilega á eftir lausum bolta og vinnur boltann fyrir Grindavík sem ná þó ekki að skora. Það er kraftur í þessum leik.5. min |12-6 | Stuðningsmenn Stjörnunnar kalla Sigga Þorsteins floppara eftir að hann liggur eftir í gólfinu. Hann er búinn að jafna sig og vinnur ruðning í næstu sókn.3. min | 10-6 | Þorleifur var búinn að skora öll fjögur stig Grindavíkur í leiknum þar til að Zeglinski skorar sín fyrstu stig.2. min | 7-1 | Brian Mills treður með tilþrifum. Stjarnan byrjar leikinn vel.1. min | 5-0 | Leikurinn er hafinn. Stjarnan vann uppkastið. Marvin Valdimarsson skorar fyrstu stig leiksins. Fannar Helgason skorar svo þrist í kjölfarið.Byrjunarliðin: Hjá Stjörnunni byrja Marvin, Justin, Fannar, Jarrid Frye og Brian Mills. Hjá Grindavík byrja Aaron Broussard, Samuel Zeglinski, Jóhann Árni, Þorleifur og Sigurður Þorsteins.Fyrir leik: Það eru fimm mínútur í leik og dómarar leiksins eru klárir í slaginn. Kynning á leikmönnum er að hefjast og lætin á pöllunum stigmagnast.Fyrir leik: Stuðningsmenn Stjörnunnar eru kátir fyrir leik og eru svo sannarlega vígbúnir. Þeir eru vopnaðir ílöngum samsung-blöðrum sem búa til líka þennan skemmtilega hávaða. Stuðningsmenn Grindvíkinga mega hafa sig alla við ef þeir ætla að eiga möguleika í baráttuna á pöllunum.Fyrir leik: Netið er komið í lag og fólk streymir að hér í Ásgarð. Fólk var greinilega mætt tímanlega því vaktin var í tómu tjóni með að finna stæði og brá undirritaður á það ráð að leggja í miðri íbúabyggð.Fyrir leik: Það eru netvandræði á Ásvöllum en lýsingin ætti að byrja hér innan skamms. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 108-84 | Grindavík leiðir 1-0 Grindvíkingar hafa tekið forystuna í einvíginu gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Þeir gulu og glöðu unnu góðan heimasigur í röstinni í kvöld 108-84. 17. apríl 2013 14:41 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Stjarnan jafnaði metin gegn Grindavík í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Domino's deild karla í körfuknattleik eftir stórsigur í Ásgarði í kvöld, 93-56. Staðan er nú 1-1 í einvígi liðana. Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur og komust í 5-0. Fannar Helgason setti tóninn og hóf leikinn með flottum þrist. Stjörnumenn náðu yfirhöndinni og höfðu forystuna allan fyrsta leikhluta. Sigurður Þorsteinsson hjá Grindavík lenti snemma í villuvandræðum og fékk sína þriðju villu um miðjan fyrsta leikhluta. Hann var því tekinn útaf. Stjörnumenn yfir eftir fyrsta leikhluta, 23-18. Heimamenn tók öll völd í öðrum leikhluta. Liðið fór illa með gestina trekk í trekk og náðu með góðum varnarleik og öguðum sóknarleik góðri forystu. Grindvíkingar áttu í miklum erfiðleikum í sóknarleiknum og ekki batnaði ástandið þegar Sigurður Þorsteinsson nældi sér í sína fjórðu villu eftir um 15 mínútna leik. Samuel Zeglinski hélt Grindavík hreinlega inni í leiknum með tveimur þristum í röð um miðjan leikhlutann. Stjörnumenn yfir 49-34 í hálfleik. Ef Grindavík ætlaði að eiga möguleika á sigri í þessum leik þá þurftu þeir að svara fyrir sig í þriðja leikhluta. Því miður fyrir Grindvíkinga þá gerðu þeir það ekki. Sóknarleikurinn var ennþá slakur og Stjörnumenn virtust hitta úr nánast öllum skotum. Stjörnumenn skildu Grindvíkinga hreinlega eftir og staðan fyrir lokaleikhlutann, 75-48. Grindvíkingar voru hreint út sagt átakanlega lélegir í þessum leik. Það tók þá rúmar sjö mínútur að komast á blað í fjórða leikhluta og það gerði Jón Axel Guðmundsson. Stjörnumenn leyfðu varamönnunum sínum að spila síðustu mínúturnar í leiknum og þrátt fyrir það gekk ekkert hjá Grindvíkingum. Lokaúrslit 91-56. Körfuboltans vegna þá skulum við vona að Grindvíkingar mæti til leiks í næsta leik enda var frammistaða liðsins í kvöld vandræðaleg. Stjörnumenn geta verið gríðarlega sáttir með sína menn. Þeir léku frábærlega og hreinlega völtuðu yfir ríkjandi Íslandsmeistara. Stemmningin í Ásgarði frábær og heimamenn auðvitað kátir með frammistöðu sinna manna. Vonandi verður þó meiri spenna í þriðja leik liðana næstkomandi mánudag.Teitur Örlygs.: Látum þennan sigur ekki stíga okkur til höfuðs „Ég er gríðarlega sáttur. Einbeitingin hjá mínum mönnum var algjörlega til fyrirmyndar og það sést á tölfræðinni að við fáum mjög gott framlag frá hverjum einasta leikmanni,“ segir Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir frækinn sigur sinna manna gegn Grindavík í kvöld. „Öll fríu skotin sem Grindavík fékk að taka í síðasta leik sáust ekki í kvöld. Við vörðumst frábærlega. Þeir tóku mörg erfið skot og við vorum að frákasta vel. Okkar leikur var mjög jafn í kvöld. Nú er staðan 1-1. Í seríunni gegn Snæfelli þá byrjaði þetta svona en svo fórum við í Stykkishólm og unnum. Við ætlum að gera það sama á mánudag.“ Teitur segir það litlu skipta að hafa unnið leikinn jafn sannfærandi og raunin varð í kvöld. „Það gefur okkur ekkert að vinna leikinn svona afgerandi og það getur virkað akkúrat öfugt á menn þegar of stórir sigrar vinnast. Við gerum okkur grein fyrir því, ég er með gamalt og reynslumikið lið. Við látum þennan sigur ekki stíga okkur til höfuðs. Við ætlum að taka það besta úr þessum leik og flytja það með okkur í næsta leik,“ segir Teitur átti þó ekki von á því að vinna svona stórt í kvöld. „Grindvíkingar gáfu þennan leik frá sér, frekar snemma. Munurinn var svona stór því við vorum að spila mjög vel. Um leið og annað liðið slakar á þá er kominn 20-30 stiga munur. Menn verða að halda einbeitingu. Það var frábær stemmning í húsinu og það væri gaman að sjá enn fleiri bláa í næsta heimaleik.“Sverrir Þór: Okkur var pakkað saman „Mér líður auðvitað ekki vel eftir þennan leik. Okkur var pakkað saman,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur eftir tapið í leiknum í kvöld. „Við ætluðum okkur miklu meira í þessum leik en það sem við sýndum í kvöld. Við vorum aldrei klárir í þennan leik. Ég get ekki komið því í orð hvað gerðist eiginlega. Ef ég vissi það þá hefði ég kippt því í lag í sjálfum leiknum. Við vorum mjög slakir varnarlega, leyfðum þeim að bakka langt inn í teig og gáfum þeim auðveld skot. Við hittum hreinlega ekki neitt – hvort sem við vorum aleinir undir körfunni eða vítalínunni. Það fór ekkert niður. Lið vinna ekki leik þegar allt er í ólagi.“ Það sem kannski kristallar hve dapur leikur Grindavíkur var í kvöld var að liðið skoraði ekki stig í fjórða leikhluta fyrr en eftir rúmar sex mínútur. „Það er auðvitað hrikalega dapurt. Leikurinn var reyndar tapaður á því augnabliki og hausinn á mönnum líklega endanlega farinn.“ Næsti leikur þessara liða er á mánudag sem gefur Grindvíkingum helgina til að jafna sig eftir brotlendinguna í kvöld. „Ég hef ekki trú á öðru en að mínir menn vilji sýna úr hverju þeir eru gerðir og við getum gert það í þriðja leik á mánudag.“Jarrid Frye: Vildum gera þeim lífið leitt „Í úrslitakeppni þá vill maður nýta heimavöllinn og við gerðum það í kvöld. Við gáum okkur tækifæri á að vinna titilinn,“ sagði Jarrid Fyre eftir sigur Stjörnunnar í kvöld. Frye átti fínan leik hjá Stjörnunni og skoraði 15 stig en hann fékk góða hvíld í kvöld og lék aðeins tæpar 27 mínútur. „Þegar við leikum fast og af krafti þá geta góðir hlutir gerst. Við vildum gera þeim lífið leitt. Í síðasta leik þá voru þeir að fá auðveldar körfur og við vorum staðráðnir í að láta það ekki gerast í kvöld. Grindavík er gott lið þó að við færum létt með þá í kvöld. Nú þurfum við að fara á þeirra heimavöll og ná sigri og við einblínum á það,“ segir Frye. „Við þurfum að halda svona áfram. Við erum frábært lið þegar við leikum svona saman, sérstaklega varnarlega.“Stjarnan-Grindavík 93-56 (23-18, 26-16, 26-14, 18-8)Stjarnan: Justin Shouse 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Jarrid Frye 15/6 fráköst, Brian Mills 14, Marvin Valdimarsson 13/6 fráköst, Jovan Zdravevski 12/7 fráköst, Fannar Freyr Helgason 9/10 fráköst, Dagur Kár Jónsson 5, Sæmundur Valdimarsson 4, Kjartan Atli Kjartansson 3, Oddur Rúnar Kristjánsson 2.Grindavík: Aaron Broussard 20, Samuel Zeglinski 15/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9, Jóhann Árni Ólafsson 4/7 fráköst, Davíð Ingi Bustion 4, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2/5 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 2, Ólafur Ólafsson 0/5 fráköst.Leik lokið | 93-56 | Leiknum er lokið hér í Ásgarði með stórsigri Stjörnunnar. Heimamenn völtuðu hreinlega yfir gestina. Stjörnumenn voru frábærir í kvöld en að sama skapi þá voru Grindvíkingar skelfilegir.37. min | 84-52 | Viti menn Grindavík komið á blað í fjórða leikhluta.36. min | 82-48 | Siggi Þorsteins fær sína fimmtu villu. Grindavík er hins vegar ekki enn búið að skora stig í fjórða leikhluta.33. min | 80-48 | Þetta er orðið vandræðalegt fyrir Grindavík. Þeir eru ekki enn búnir að skora stig í fjórða leikhluta.Þriðja leikhluta lokið | 75-48 | Stjörnumenn eru svo gott sem búnir að ganga frá þessum leik. Aðeins kraftaverk gæti komið Grindavíkurmönnum aftur inn í leikinn. Stjörnumenn hafa verið stórkostlegir.30. min | 75-48 | Justin Shouse átti svaðalegan einleik upp völlinn, plataði alla Grindavíkurvörnina, setti sniðskot niður og fékk villu að auki. Snilld.29. min | 72-48 | Stjörnumenn slaka ekkert á og ætla greinilega að kvitta hressilega fyrir tapið í stíðasta leik. Grindvíkingar virðast ráðalausir.28. min | 69-45 | Jovan einnig með þrist. Heimamenn fara hamförum.27. min | 64-44 | Það gengur allt upp hjá Stjörnumönnum. Mills setur niður þrist og þetta lítur mjög vel út hjá heimamönnum.26. min | 61-42 | Stjörnumenn eru að pakka Íslandsmeisturunum saman. Sverrir tekur leikhlé. Það gengur ekkert hjá gestunum en Stjörnumenn eru yfirvegaðir og nýta sóknir sínar vel.24. min | 57-40 | Stjörnumenn hafa góða stjórn á þessum leik.22. min | 51-36 | Broussard treður fyrir Grindavík og kveikir í stuðningsmönnum.Hálfleikur | 49-34 | Grindvíkingar þurfa að skerpa sóknarleikinn í seinni hálfleik ef þeir ætla að eiga möguleika gegn heimamönnum. Spennandi verður að sjá hvað Sverrir Þór mun láta sína menn gera í seinni hálfleik. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar getur hins vegar nokkuð kátur með sína menn sem voru mjög góðir í fyrri hálfleik.Stigaskor leikmanna | Marvin og Jarrid eru komnir með 11 stig hjá Stjörnunni og Justin 9. Hjá Grindavík er Aaron Broussard kominn með 14 stig og Samuel Zeglinski 10.Hálfleikur | 49-34 | Búið að flauta til hálfleiks hér í Ásgarði. Stjörnumenn voru mjög góðir í fyrri hálfleik og skora 49 stig. Grindvíkingar eru hins vegar nokkuð frá sínu besta, sér í lagi í sóknarleiknum.19. min |44-30 | Dagur Kár Jónsson skorar þrist fyrir Stjörnuna sem eru með góða forystu17. min | 36-26 | Zeglinski skorar tvo þrista í röð á 15 sekúndum og lagar stöðuna fyrir gula.16. min | 34-20 | Sigurður Þorsteinsson var að fá sína fjórðu villu og Stjörnumenn skora í kjölfarið.15 min | 34-20 | Stjörnumenn hafa byrjað þennan leikhluta mjög vel og varist af krafti. Grindvíkingar eru í vandræðum.13. min | 30-18 | Það gengur ekkert í sóknarleiknum hjá Grindavík. Sverrir tekur leikhlé enda eru Stjörnuenn komnir 12 stigum yfir.12. min | 25-18 | Ég veit ekki hvort þið trúið því en Kjartan Atli Kjartansson var rétt í þessu að blokka Ryan Pettinella.!Fyrsta leikhluta lokið | 23-18 | Aaron Broussard skoraði síðustu stig leikhluta. Stjörnumenn hafa verið sterkari fram til þessa en Grindvíkingar eru aldrei langt undan.9. min: | 20-14 | Frye lyftir sér upp og setur niður þrist. Stjörnumenn með yfirhöndina.8. min | 17-10 | Grindvíkinga brjóta mikið og eru komnir með sex villur í leikhlutanum. Þrjár hjá Stjörnunni.7. min | 14-8 | Siggi Þorsteins er kominn með þrjá villur og er tekinn af velli. Davíð Ingi Bustion leysir hann af hólmi.6. min | 12-8 | Zeglinski hendir sér skemmtilega á eftir lausum bolta og vinnur boltann fyrir Grindavík sem ná þó ekki að skora. Það er kraftur í þessum leik.5. min |12-6 | Stuðningsmenn Stjörnunnar kalla Sigga Þorsteins floppara eftir að hann liggur eftir í gólfinu. Hann er búinn að jafna sig og vinnur ruðning í næstu sókn.3. min | 10-6 | Þorleifur var búinn að skora öll fjögur stig Grindavíkur í leiknum þar til að Zeglinski skorar sín fyrstu stig.2. min | 7-1 | Brian Mills treður með tilþrifum. Stjarnan byrjar leikinn vel.1. min | 5-0 | Leikurinn er hafinn. Stjarnan vann uppkastið. Marvin Valdimarsson skorar fyrstu stig leiksins. Fannar Helgason skorar svo þrist í kjölfarið.Byrjunarliðin: Hjá Stjörnunni byrja Marvin, Justin, Fannar, Jarrid Frye og Brian Mills. Hjá Grindavík byrja Aaron Broussard, Samuel Zeglinski, Jóhann Árni, Þorleifur og Sigurður Þorsteins.Fyrir leik: Það eru fimm mínútur í leik og dómarar leiksins eru klárir í slaginn. Kynning á leikmönnum er að hefjast og lætin á pöllunum stigmagnast.Fyrir leik: Stuðningsmenn Stjörnunnar eru kátir fyrir leik og eru svo sannarlega vígbúnir. Þeir eru vopnaðir ílöngum samsung-blöðrum sem búa til líka þennan skemmtilega hávaða. Stuðningsmenn Grindvíkinga mega hafa sig alla við ef þeir ætla að eiga möguleika í baráttuna á pöllunum.Fyrir leik: Netið er komið í lag og fólk streymir að hér í Ásgarð. Fólk var greinilega mætt tímanlega því vaktin var í tómu tjóni með að finna stæði og brá undirritaður á það ráð að leggja í miðri íbúabyggð.Fyrir leik: Það eru netvandræði á Ásvöllum en lýsingin ætti að byrja hér innan skamms.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 108-84 | Grindavík leiðir 1-0 Grindvíkingar hafa tekið forystuna í einvíginu gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Þeir gulu og glöðu unnu góðan heimasigur í röstinni í kvöld 108-84. 17. apríl 2013 14:41 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 108-84 | Grindavík leiðir 1-0 Grindvíkingar hafa tekið forystuna í einvíginu gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Þeir gulu og glöðu unnu góðan heimasigur í röstinni í kvöld 108-84. 17. apríl 2013 14:41