NBA: Tuttugu heimasigrar í röð í þunna loftinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2013 11:00 Andre Iguodala. Mynd/AP Denver Nuggets hélt áfram magnaði sigurgöngu sinni í þunna loftinu í Colorado í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, LeBron James snéri aftur í lið Miami Heat eftir þriggja leikja fjarveru og Rick Adelman, þjálfari Minnesota Timberwolves, stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn.Corey Brewer kom með 22 stig inn af bekknum og Wilson Chandler var mepð 21 stig þegar Denver Nuggets vann 132-114 sigur á Houston Rockets og fagnaði með því tuttugasta heimasigri sínum í röð. Denver lék þó án leikstjórnandans og stigahæsta leikmanns síns, Ty Lawson, sem og að Ítalinn Danilo Gallinari er með slitið krossband. Andre Iguodala (18 stig og 14 stoðsendingar) og Andre Miller (11 stig og 12 stoðsendingar) spiluðu upp félaga sína en Denver hefur nú unnið 35 af 38 heimaleikjum sínum á tímabilinu.LeBron James var ekki búinn að vera með í síðustu þremur leikjum Miami Heat en skoraði 27 stig á 31 mínútu þegar Miami vann 106-87 sigur á Philadelphia 76ers. Rashard Lewis skoraði 14 stig, Norris Cole var með 13 stig og Chris Andersen tók 15 fráköst. Chris Bosh og Dwyane Wade léku ekki með Miami í leiknum.Rick Adelman stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn þegar Minnesota Timberwolves vann 107-101 sigur á Detroit Pistons. Nikola Pekovic var með 20 stig og 13 fráköst og J.J. Barea skoraði 20 stig. Adelman vann sinn fyrsta leik sem þjálfari 26. febrúar 1989 sem þjálfari Portland Trailblazers en hefur síðan þjálfað Golden State Warroirs, Sacramento Kings, Houston Rockets og loks Minnesota Timberwolves. Adelman hefur nú unnið 1000 leiki og tapað 703 á 22 ára þjálfaraferli sínum í NBA en auk hans eru meðlimir í þúsund sigra klúbbnum; Don Nelson, Lenny Wilkens, Pat Riley, Phil Jackson, Jerry Sloan, Larry Brown og George Karl.Tim Duncan sá til þess að San Antonio Spurs vann 99-97 á Atlanta Hawks með því að skora 31 stig, taka 14 fráköst og verja 4 skot. Kawhi Leonard skoraði 23 stig fyrir Spurs-liðið sem lék án þeirra Tony Parker og Manu Ginobili. "Tim Duncan bjargaði okkur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio eftir leikinn.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Washington Wizards - Indiana Pacers 104-85 Brooklyn Nets - Charlotte Bobcats 105-96 Miami Heat - Philadelphia 76Ers 106-88 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 107-101 Milwaukee Bucks - Toronto Raptors 100-83 San Antonio Spurs - Atlanta Hawks 99-97 Denver Nuggets - Houston Rockets 132-114 NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Denver Nuggets hélt áfram magnaði sigurgöngu sinni í þunna loftinu í Colorado í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, LeBron James snéri aftur í lið Miami Heat eftir þriggja leikja fjarveru og Rick Adelman, þjálfari Minnesota Timberwolves, stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn.Corey Brewer kom með 22 stig inn af bekknum og Wilson Chandler var mepð 21 stig þegar Denver Nuggets vann 132-114 sigur á Houston Rockets og fagnaði með því tuttugasta heimasigri sínum í röð. Denver lék þó án leikstjórnandans og stigahæsta leikmanns síns, Ty Lawson, sem og að Ítalinn Danilo Gallinari er með slitið krossband. Andre Iguodala (18 stig og 14 stoðsendingar) og Andre Miller (11 stig og 12 stoðsendingar) spiluðu upp félaga sína en Denver hefur nú unnið 35 af 38 heimaleikjum sínum á tímabilinu.LeBron James var ekki búinn að vera með í síðustu þremur leikjum Miami Heat en skoraði 27 stig á 31 mínútu þegar Miami vann 106-87 sigur á Philadelphia 76ers. Rashard Lewis skoraði 14 stig, Norris Cole var með 13 stig og Chris Andersen tók 15 fráköst. Chris Bosh og Dwyane Wade léku ekki með Miami í leiknum.Rick Adelman stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn þegar Minnesota Timberwolves vann 107-101 sigur á Detroit Pistons. Nikola Pekovic var með 20 stig og 13 fráköst og J.J. Barea skoraði 20 stig. Adelman vann sinn fyrsta leik sem þjálfari 26. febrúar 1989 sem þjálfari Portland Trailblazers en hefur síðan þjálfað Golden State Warroirs, Sacramento Kings, Houston Rockets og loks Minnesota Timberwolves. Adelman hefur nú unnið 1000 leiki og tapað 703 á 22 ára þjálfaraferli sínum í NBA en auk hans eru meðlimir í þúsund sigra klúbbnum; Don Nelson, Lenny Wilkens, Pat Riley, Phil Jackson, Jerry Sloan, Larry Brown og George Karl.Tim Duncan sá til þess að San Antonio Spurs vann 99-97 á Atlanta Hawks með því að skora 31 stig, taka 14 fráköst og verja 4 skot. Kawhi Leonard skoraði 23 stig fyrir Spurs-liðið sem lék án þeirra Tony Parker og Manu Ginobili. "Tim Duncan bjargaði okkur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio eftir leikinn.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Washington Wizards - Indiana Pacers 104-85 Brooklyn Nets - Charlotte Bobcats 105-96 Miami Heat - Philadelphia 76Ers 106-88 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 107-101 Milwaukee Bucks - Toronto Raptors 100-83 San Antonio Spurs - Atlanta Hawks 99-97 Denver Nuggets - Houston Rockets 132-114
NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira