Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og er tunnan af Brent olíunni komin niður í 110 dollara. Hefur verð hennar lækkað um 0,5% frá því síðdegis á föstudag.

Tunnan af bandarísku léttolíunni hefur lækkað töluvert meira yfir helgina eða um 2% og stendur í 91,5 dollurum í augnablikinu.

Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að það sé einkum aukin olíuframleiðsla í Saudi Arabíu í síðasta mánuði sem valdi þessum lækkunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×