í ljósi sviptinga á fjölmiðlamarkaði í síðustu viku boðaði Félag kvenna í fjölmiðlum til opins fundar á kaffi Sólon í kvöld. Eins og sjá má á myndunum sem Daníel Rúnarsson ljósmyndari tók fjölmenntu fjölmiðlakonur á fundinn.
Þar mættu Sigríður Dögg Auðunsdóttir, nýráðinn ritstjóri Fréttatímans, og Steinunn Stefánsdóttir, fráfarandi aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, og ræddu stöðu kvenna í fjölmiðlum.