Viðskipti erlent

Tæplega 47 milljónir Bandaríkjamanna þurftu matarmiða í fyrra

Að jafnaði þurftu tæplega 47 milljónir Bandaríkjamanna á svokölluðum matarmiðum að halda í hverjum mánuði á síðasta ári til að ná endum saman. Hefur fjöldi þessa fólks aldrei verið meiri í sögunni.

Þetta kemur fram í nýjum tölum sem bandaríska landbúnaðarráðuneytið hefur sent frá sér en fjöldinn samsvarar um 15% af íbúatölu landsins.

Það ríki sem útdeilir flestum matarmiðum til þegna sinna er Texas en þar þurfa yfir fjórar milljónir manna á þeim að halda til að eiga til hnífs og skeiðar. Næst á eftir koma svo Kalifornía og Flórída.

Hlutfallslega eru flestir sem þyggja matarmiða í höfuðborginni Washington en nærri fjórðungur borgarbúa þarf á slíkum miðum að halda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×