"Okkur þykir svo vænt um textann fyrst og fremst..." segja félagarnir Pétur Örn Guðmundsson og Örlygur Smári höfundar framlags Íslands til Eurovision í ár í viðtali sem Davíð Lúther tók við þá í hádeginu þegar tónlistarmyndbandið var frumflutt.
"Það tók skemmri tíma að ákveða þetta heldur en í hvaða jakka Eyþór ætti að vera. Þannig að okkur fannst það bara alveg ekki spurning."