Fjöldi Bandaríkjamanna mun horfa á Gunnar í Las Vegas 18. mars 2013 13:57 Gunnar verður í sviðsljósinu í Bandaríkjunum. Það er nú orðið ljóst hvenær í röðinni Gunnar Nelson stígur í búrið í Las Vegas í lok maí. Það verður fyrsti UFC-bardagi Gunnars í Bandaríkjunum. Bardagi Gunnars og Mike Pyle er aðalbardaginn áður en útsendingu er læst fyrir síðustu bardaga kvöldsins sem sérstaklega þarf að greiða fyrir að sjá. Í fréttatilkynningu kemur fram að meira áhorf sé á þann bardaga en á læstu bardagana. Forráðamenn UFC líti því á þennan stað í dagskránni sem kjörin til þess að kynna nýja keppendur fyrir bandarískum áhorfendum. Það þarf víst ekki að kynna heimamanninn Pyle fyrir Bandaríkjamönnum og því fær Gunnar þarna tækifæri til þess að stimpla sig inn vestanhafs. Andstæðingur Gunnars er gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum og ekki síst í sínum heimabæ, Las Vegas. Mike Pyle hefur fengði viðurnefnið "Kviksyndið" sem lýsir best hvernig andstæðingum hans líður sem lenda í honum. Hann hefur sigrað tvöfalt fleiri bardaga en Gunnar hefur keppt á sínum ferli eða 24 og þar af á hann 7 sigra innan UFC sambandsins. Einu töp Mike Pyle innan UFC eru gegn Jake Ellenberger sem er í 3. sæti heimslistans í veltivigt, sem kom út í gær, og Rory MacDonald sem er í 9. sæti heimslistann. Sjálfur er Mike Pyle í 12. sæti heimslistans en Gunnar Nelson er í 20. sæti, einu sæti ofar en goðsögnin B.J. Penn. Þess má geta að eina tap eins sigursælasta keppanda Breta í MMA, John Hathaway (með 17 sigra) er gegn Mike Pyle. Pyle er á mikilli sigurgöngu eins og er og hefur m.a. sigrað síðustu þrjá UFC bardaga sína í fyrstu lotu, alla á rothöggum eða tæknilegum rothöggum. Gunnar lítur á það sem mikinn heiður að fá að mæta Mike Pyle á hans heimavelli og er hvergi banginn þó ljóst sé að við ramman reip er að draga. Gunnar ætlar sér samt sigur í þessum bardaga eins og öllum öðrum. Innlendar Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Sjá meira
Það er nú orðið ljóst hvenær í röðinni Gunnar Nelson stígur í búrið í Las Vegas í lok maí. Það verður fyrsti UFC-bardagi Gunnars í Bandaríkjunum. Bardagi Gunnars og Mike Pyle er aðalbardaginn áður en útsendingu er læst fyrir síðustu bardaga kvöldsins sem sérstaklega þarf að greiða fyrir að sjá. Í fréttatilkynningu kemur fram að meira áhorf sé á þann bardaga en á læstu bardagana. Forráðamenn UFC líti því á þennan stað í dagskránni sem kjörin til þess að kynna nýja keppendur fyrir bandarískum áhorfendum. Það þarf víst ekki að kynna heimamanninn Pyle fyrir Bandaríkjamönnum og því fær Gunnar þarna tækifæri til þess að stimpla sig inn vestanhafs. Andstæðingur Gunnars er gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum og ekki síst í sínum heimabæ, Las Vegas. Mike Pyle hefur fengði viðurnefnið "Kviksyndið" sem lýsir best hvernig andstæðingum hans líður sem lenda í honum. Hann hefur sigrað tvöfalt fleiri bardaga en Gunnar hefur keppt á sínum ferli eða 24 og þar af á hann 7 sigra innan UFC sambandsins. Einu töp Mike Pyle innan UFC eru gegn Jake Ellenberger sem er í 3. sæti heimslistans í veltivigt, sem kom út í gær, og Rory MacDonald sem er í 9. sæti heimslistann. Sjálfur er Mike Pyle í 12. sæti heimslistans en Gunnar Nelson er í 20. sæti, einu sæti ofar en goðsögnin B.J. Penn. Þess má geta að eina tap eins sigursælasta keppanda Breta í MMA, John Hathaway (með 17 sigra) er gegn Mike Pyle. Pyle er á mikilli sigurgöngu eins og er og hefur m.a. sigrað síðustu þrjá UFC bardaga sína í fyrstu lotu, alla á rothöggum eða tæknilegum rothöggum. Gunnar lítur á það sem mikinn heiður að fá að mæta Mike Pyle á hans heimavelli og er hvergi banginn þó ljóst sé að við ramman reip er að draga. Gunnar ætlar sér samt sigur í þessum bardaga eins og öllum öðrum.
Innlendar Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Sjá meira