Yngstu milljarðamæringar heims 5. mars 2013 14:10 MYND/GETTY Tímaritið Forbes hefur birt lista sinn yfir ríkustu einstaklinga jarðar en þeir eru þetta árið 1.426 talsins. Af þeim eru 29 undir fertugu. Þessi hópur á samanlagt 119 milljarða en uppspretta auðæva þeirra er af ýmsum toga. Þá efnuðust tíu í tæknigeiranum. Ellefu eru frá Bandaríkjunum.Hér fyrir neðan má sjá helstu nöfnin á listanum yfir yngstu milljarðamæringa jarðar: Yngstur er Dustin Moskovitz. Hann er 28 ára gamall og er metinn á 3.8 milljarða Bandaríkjadala. Moskovitz var herbergisfélagi Mark Zuckerberg í Harvard og var einn af stofnendum Facebook.Mark Zuckerberg sjálfur, stofnandi og stjórnarformaður Facebook er metinn á 13.3 milljarða dala. Hann er 28 ára gamall. Moskovitz og Zuckerberg eru þó ekki þeir einu sem efnuðust á samskiptamiðlinum Facebook. Eduardo Saverin, sem er þrítugur, var einn af stofnendum síðunnar. Saverin er af brasilísku bergi brotinn en bjó árum saman í Bandaríkjunum. Árið 2011 afsalaði hann sér bandarískum ríkisborgararétt og hélt til Singapúr.Sean Parker, stofnandi Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, er síðan metinn á tvo milljarða dala. Hinn þrjátíu og sex ára gamli Jack Dorsey er síðan metinn á 1.1 milljarð dala. Hann er einna þekktastur fyrir stofnun Twitter en auðævi hans má þó rekja til hlut hans í greiðslufyrirtækinu Square. Stofnandi GoPro, Nicholas Woodman, er einnig á listanum og metinn á 1.3 milljarða dala. Félagarnir Sergey Brin og Larry Page eru aldursforsetar en þeir eru báðir 39 ára gamli. Brin og Page stofnuðu lítið fyrirtæki árið 1998 sem átti eftir að hafa veruleg áhrif á daglegt líf fólks, Google. Brin er metinn á 22.8 milljarða dala og Page á 23 milljarða. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tímaritið Forbes hefur birt lista sinn yfir ríkustu einstaklinga jarðar en þeir eru þetta árið 1.426 talsins. Af þeim eru 29 undir fertugu. Þessi hópur á samanlagt 119 milljarða en uppspretta auðæva þeirra er af ýmsum toga. Þá efnuðust tíu í tæknigeiranum. Ellefu eru frá Bandaríkjunum.Hér fyrir neðan má sjá helstu nöfnin á listanum yfir yngstu milljarðamæringa jarðar: Yngstur er Dustin Moskovitz. Hann er 28 ára gamall og er metinn á 3.8 milljarða Bandaríkjadala. Moskovitz var herbergisfélagi Mark Zuckerberg í Harvard og var einn af stofnendum Facebook.Mark Zuckerberg sjálfur, stofnandi og stjórnarformaður Facebook er metinn á 13.3 milljarða dala. Hann er 28 ára gamall. Moskovitz og Zuckerberg eru þó ekki þeir einu sem efnuðust á samskiptamiðlinum Facebook. Eduardo Saverin, sem er þrítugur, var einn af stofnendum síðunnar. Saverin er af brasilísku bergi brotinn en bjó árum saman í Bandaríkjunum. Árið 2011 afsalaði hann sér bandarískum ríkisborgararétt og hélt til Singapúr.Sean Parker, stofnandi Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, er síðan metinn á tvo milljarða dala. Hinn þrjátíu og sex ára gamli Jack Dorsey er síðan metinn á 1.1 milljarð dala. Hann er einna þekktastur fyrir stofnun Twitter en auðævi hans má þó rekja til hlut hans í greiðslufyrirtækinu Square. Stofnandi GoPro, Nicholas Woodman, er einnig á listanum og metinn á 1.3 milljarða dala. Félagarnir Sergey Brin og Larry Page eru aldursforsetar en þeir eru báðir 39 ára gamli. Brin og Page stofnuðu lítið fyrirtæki árið 1998 sem átti eftir að hafa veruleg áhrif á daglegt líf fólks, Google. Brin er metinn á 22.8 milljarða dala og Page á 23 milljarða.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira