Körfubolti

NBA: Lakers-liðið skoraði ekki stig síðustu sex mínúturnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant og Kobe Bryant.
Kevin Durant og Kobe Bryant. Mynd/AP
Los Angeles Lakers er komið aftur undir 50 prósent sigurhlutfall eftir tap á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lakers skoraði ekki síðustu sex mínúturnar í leiknum eftir að hafa minnkað muninn í fimm stig.

Oklahoma City Thunder vann 122-105 sigur á Los Angeles Lakers þar sem að Russell Westbrook var með 37 stig og 10 fráköst og Kevin Durant skoraði 26 stig. Oklahoma City var með forystuna allan tímann og komst mest 18 stigum yfir.

Lakers minnkaði muninn í 110-105 þegar Steve Nash setti niður þriggja stiga körfu þegar 6 mínútur og 14 sekúndur voru eftir af leiknum. Thunder-liðið vann lokakafla leiksins 12-0 og tryggði sér sigur.

Kobe Bryant skoraði 30 stig og Steve Nash var með 20 stig. Dwight Howard tók 16 fráköst en nýtti aðeins 1 af 7 skotum sínum utan af velli.

Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:

Philadelphia 76ers - Boston Celtics 101-109

Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 122-105

Sacramento Kings - Denver Nuggets 113-120

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×