Frægir á frumsýningu Mary Poppins Ellý Ármanns skrifar 23. febrúar 2013 09:45 Frumsýningargestir fögnuðu ákaft í lok frumsýningar söngleiksins Mary Poppins í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi en gestir voru sammála um að sýningin hafi verið frábær - töfrum líkust. Eins og sjá má á myndunum mættu fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar á sýninguna.Sýningin er sú viðamesta og flóknasta sem Borgarleikhúsið hefur nokkru sinni ráðist í – mannmörg og krefjandi dans og söngatriði, hraðar og stórar sviðskiptingar, háskaleg flugatriði og ótal tæknibrellur. Alls eru 50 manns á sviði í Mary Poppins og mikill fjöldi á bak við tjöldin.Sagan um Mary Poppins hefur farið sigurför um heiminn og notið mikilla vinsælda og nú er söngleikurinn loksins sýndur á Íslandi og ljóst að margir bíða spenntir eftir því að kynnast konunni sem kann að gera lífið ögn skemmtilegra.Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir verkinu og Gísli Rúnar Jónsson annast þýðingu á lausu og bundnu máli. Tónlistarstjóri er Agnar Már Magnússon en hann leiðir 11 manna hljómsveit sem spilar í sýningunni. Leikmyndahönnuður er Petr Hloušek, en hann hefur hannað fjölmargar stórsýningar víðsvegar um Evrópu og María Ólafsdóttir hannar búninga.Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Guðjón Davíð Karlsson eru í hlutverkum Mary Poppins og sótarans Bert en þau stóðu sig frábærlega vægast sagt.Sakir umfangs uppfærslu söngleiksins er sýningafjöldi takmarkaður en sýnt verður eins þétt og unnt er fram á vor. Þegar er uppselt á 37 sýningar verksins og yfir 21.000 miðar seldir. Alls eru 10 sýningar til viðbótar í plani til loka leikárs að sögn upplýsingafulltrúa Borgarleikhússins.Emilía með pabba sínum Sindra Sindrasyni sjónvarpsmanni.Fólk á öllum aldri lét mynda sig fyrir framan Mary Poppins.Páll Óskar Hjálmtýsson og fögur fljóð.Jóhanna Sigurðardóttir með ömmubarninu sínu.Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakonur og vinkonur.Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins skemmti sér vel með syni sínum.Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Eyþór, 6 ára, gáfu sér góðan tíma til að ræða saman um ýmis málefni. Skroll-Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Frumsýningargestir fögnuðu ákaft í lok frumsýningar söngleiksins Mary Poppins í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi en gestir voru sammála um að sýningin hafi verið frábær - töfrum líkust. Eins og sjá má á myndunum mættu fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar á sýninguna.Sýningin er sú viðamesta og flóknasta sem Borgarleikhúsið hefur nokkru sinni ráðist í – mannmörg og krefjandi dans og söngatriði, hraðar og stórar sviðskiptingar, háskaleg flugatriði og ótal tæknibrellur. Alls eru 50 manns á sviði í Mary Poppins og mikill fjöldi á bak við tjöldin.Sagan um Mary Poppins hefur farið sigurför um heiminn og notið mikilla vinsælda og nú er söngleikurinn loksins sýndur á Íslandi og ljóst að margir bíða spenntir eftir því að kynnast konunni sem kann að gera lífið ögn skemmtilegra.Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir verkinu og Gísli Rúnar Jónsson annast þýðingu á lausu og bundnu máli. Tónlistarstjóri er Agnar Már Magnússon en hann leiðir 11 manna hljómsveit sem spilar í sýningunni. Leikmyndahönnuður er Petr Hloušek, en hann hefur hannað fjölmargar stórsýningar víðsvegar um Evrópu og María Ólafsdóttir hannar búninga.Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Guðjón Davíð Karlsson eru í hlutverkum Mary Poppins og sótarans Bert en þau stóðu sig frábærlega vægast sagt.Sakir umfangs uppfærslu söngleiksins er sýningafjöldi takmarkaður en sýnt verður eins þétt og unnt er fram á vor. Þegar er uppselt á 37 sýningar verksins og yfir 21.000 miðar seldir. Alls eru 10 sýningar til viðbótar í plani til loka leikárs að sögn upplýsingafulltrúa Borgarleikhússins.Emilía með pabba sínum Sindra Sindrasyni sjónvarpsmanni.Fólk á öllum aldri lét mynda sig fyrir framan Mary Poppins.Páll Óskar Hjálmtýsson og fögur fljóð.Jóhanna Sigurðardóttir með ömmubarninu sínu.Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakonur og vinkonur.Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins skemmti sér vel með syni sínum.Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Eyþór, 6 ára, gáfu sér góðan tíma til að ræða saman um ýmis málefni.
Skroll-Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira